Lyngby er í 9. sæti deildarinnar með 32 stig, sex stigum frá fallsæti. Liðið hefur unnið tvo leiki í röð og aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum.
KÆMPE SEJR PÅ FYN 😍💙#SammenForLyngby pic.twitter.com/mfGkYZkeJ9
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 10, 2024
Lyngby lenti undir á 13. mínútu í leiknum í kvöld en Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin níu mínútum seinna eftir sendingu frá Sævari Atla Magnússyni.
Þetta var þrettánda mark Andra á tímabilinu en hann er markahæstur í deildinni.
Á 31. mínútu skoraði Sævar Atli svo sigurmark Lyngby. Hann var síðan tekinn af velli í hálfleik.
Kolbeinn Finnsson lék allan leikinn fyrir Lyngby sem mætir Vejle í næsta leik sínum á miðvikudaginn.