Hundar mæta í vinnuna með eigendum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2024 20:31 Helga Helgadóttir og Gunnar Jarl Jónsson eigendur skólahundsins Trausta í Fossvogsskóla, sem er að standa sig mjög vel í vinnunni með Helgu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það færist sífellt í vöxt að dýr séu notuð í meðferðum með börnum til að bæta lífsgæði þeirra, ekki síst hundar. Gott dæmi um þetta er sálfræðingur í Reykjavík, sem ætlar sér að nýta sinn hund í tímum með skjólstæðingum sínum og í Fossvogsskóla mætir hundur tvisvar í viku með eiganda sínum í vinnuna. Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira