Segja Ísland hafa skorað fimmtíu án þess að svitna Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 11:23 Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af fimmtíu mörkum Íslands á miðvikudaginn. vísir/Hulda Margrét Eistlendingar viðurkenna að nær ómögulegt sé fyrir þá að slá út Íslendinga í umspilinu um sæti á HM í dag, enda fór fyrri leikur liðanna 50-25 í Laugardalshöll. Það er því formsatriði fyrir Ísland að klára seinni leikinn í Tallinn í dag en hann hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Ísland var strax í hálfleik komið 14 mörkum yfir í leiknum á miðvikudaginn, og nýtti þá 26 af 27 skotum sínum. Eistum þótti íslenska liðið fá að skora fullauðveldlega og þeir ætla sér að gera betur í leiknum í dag. „Við héldum okkur ekki við það sem lagt var upp með. Það vantaði sérstaklega mikið upp á í vörninni, þar sem var mikill skortur á baráttu,“ sagði Martin Noodla, þjálfari Eistlands. Fyrirliðinn Karl Roosna og Dener Jaanimaa tóku í sama streng. „Ég er búinn að segja það í mörg ár að við verðum að vinna betur í líkamlega þættinum. Mótherjar okkar skoruðu fimmtíu mörk án þess að svitna,“ sagði Jaanimaa. Á vef eistneska handknattleikssambandsins er bent á að sóknarlega hafi leikur Eistlands þó gengið ágætlega, og liðið nýtt um helming skota sinna. Það sé sterkt að ná 25 mörkum gegn íslenska liðinu. Komast Ítalía og Færeyjar á HM? Sigur Íslands var sá langstærsti í umspilinu um sæti á HM en nú um helgina fara seinni leikirnir fram í alls ellefu umspilseinvígum í Evrópu. Sigurliðin komast á HM sem fram fer í janúar, í Króatíu, Danmörku og Noregi. Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrri leikjunum og þarf Svartfjallaland til að mynda að vinna upp sex marka forskot gegn Ítalíu, Holland þarf að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Grikklandi og Slóvakía er einu marki yfir gegn Póllandi eftir sigur á útivelli. Þá gætu Færeyjar komist á HM í fyrsta sinn eftir sjö marka sigur á heimavelli gegn Norður-Makedóníu. Leikur Eistlands og Íslands hefst eins og fyrr segir klukkan 15 og er leikmannahópur Íslands sá sami og í sigrinum á miðvikudaginn. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (51/3)Björgvin Páll Gústavsson, Val (270/24)Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (97/100)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (115/396)Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (1/0)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (11/4)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (49/108)Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (20/21)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/137)Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (83/135)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (13/23)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (39/116)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (85/298)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (75/213)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (56/158)Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (89/36) Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Það er því formsatriði fyrir Ísland að klára seinni leikinn í Tallinn í dag en hann hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Ísland var strax í hálfleik komið 14 mörkum yfir í leiknum á miðvikudaginn, og nýtti þá 26 af 27 skotum sínum. Eistum þótti íslenska liðið fá að skora fullauðveldlega og þeir ætla sér að gera betur í leiknum í dag. „Við héldum okkur ekki við það sem lagt var upp með. Það vantaði sérstaklega mikið upp á í vörninni, þar sem var mikill skortur á baráttu,“ sagði Martin Noodla, þjálfari Eistlands. Fyrirliðinn Karl Roosna og Dener Jaanimaa tóku í sama streng. „Ég er búinn að segja það í mörg ár að við verðum að vinna betur í líkamlega þættinum. Mótherjar okkar skoruðu fimmtíu mörk án þess að svitna,“ sagði Jaanimaa. Á vef eistneska handknattleikssambandsins er bent á að sóknarlega hafi leikur Eistlands þó gengið ágætlega, og liðið nýtt um helming skota sinna. Það sé sterkt að ná 25 mörkum gegn íslenska liðinu. Komast Ítalía og Færeyjar á HM? Sigur Íslands var sá langstærsti í umspilinu um sæti á HM en nú um helgina fara seinni leikirnir fram í alls ellefu umspilseinvígum í Evrópu. Sigurliðin komast á HM sem fram fer í janúar, í Króatíu, Danmörku og Noregi. Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrri leikjunum og þarf Svartfjallaland til að mynda að vinna upp sex marka forskot gegn Ítalíu, Holland þarf að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Grikklandi og Slóvakía er einu marki yfir gegn Póllandi eftir sigur á útivelli. Þá gætu Færeyjar komist á HM í fyrsta sinn eftir sjö marka sigur á heimavelli gegn Norður-Makedóníu. Leikur Eistlands og Íslands hefst eins og fyrr segir klukkan 15 og er leikmannahópur Íslands sá sami og í sigrinum á miðvikudaginn. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (51/3)Björgvin Páll Gústavsson, Val (270/24)Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (97/100)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (115/396)Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (1/0)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (11/4)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (49/108)Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (20/21)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/137)Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (83/135)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (13/23)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (39/116)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (85/298)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (75/213)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (56/158)Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (89/36)
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira