Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 08:05 Mótmælin í gær eru talin þau umfangsmestu hingað til. AP/Zurab Tsertsvadze Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira