„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ Aron Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 12:23 Andri Lucas Guðjohnsen virðist á förum frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfari Lyngby, ekki á óvart hversu vel Andri hefur staðið sig upp á síðkastið Vísir/Samsett mynd „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“ Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“
Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira