Skilyrði að koma Borgarnesi á kortið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 18:44 Borgarnes fékk að vera í aðalhlutverki í stigakynningu Friðriks Ómars. skjáskot Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast. Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“ Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“
Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira