„Við erum alveg róleg“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2024 20:16 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals Vísir/Pawel Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30. „Við spiluðum mun betur í dag. Varnarleikurinn var miklu betri. Náðum að leysa ákveðnar stöður hjá þeim mun betur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, beint eftir leik. Valur spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og fékk liðið aðeins sex mörk á sig. Liðið skoraði þó aðeins tíu mörk. Aðspurður út í þennan mun varnar- og sóknarlega hafði Ágúst þetta að segja. „Mér fannst við eiga vera meira yfir í hálfleik. Margrét var að verja gríðarlega vel, mikið af opnum færum, þannig að það hafði ekki verið neitt óvænt ef við hefðum verið sex til sjö mörkum yfir í hálfleik. Vörnin var mjög góð hjá okkur, náðum að keyra á þær en fórum illa með færi. Svo náðum við bara góðum tökum á leiknum. Heilt yfir spiluðum við bara góðan leik.“ Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik þá voru 36 mörk skoruð í þeim seinni. Hver var ástæðan fyrir því að mati Ágústs? „Bæði lið voru farin að skipta mikið inn á, en við héldum bara áfram af fullum krafti. Þær breyttu í 5-1 vörn og við leystum það bara fínt. Ég held að þetta var bara sanngjarn sigur og við náðum að setja saman góðan leik og það var bara gott.“ Næsti leikur er eftir þrjá daga þar sem Íslandsmeistaratitilinn getur farið á loft, ef Valur vinnur þann leik. „Nú kemur þriggja daga pása. Við þurfum að hvíla okkur og æfa vel og skoða þennan leik og bara undirbúa okkur bara áfram vel. Þetta er alltaf eins, það þarf að vinna þrjá leiki og klárlega er gott að vera komin í 2-0. En við erum bara með báða fætur á jörðinni og nálgumst þetta af sömu fagmennsku og við höfum gert og erum með fókusinn á okkur og að ná í góða frammistöðu. Ef við gerum það þá getum við klárað þetta, en það getur allt gerst. Við erum alveg róleg,“ sagði Ágúst að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
„Við spiluðum mun betur í dag. Varnarleikurinn var miklu betri. Náðum að leysa ákveðnar stöður hjá þeim mun betur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, beint eftir leik. Valur spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og fékk liðið aðeins sex mörk á sig. Liðið skoraði þó aðeins tíu mörk. Aðspurður út í þennan mun varnar- og sóknarlega hafði Ágúst þetta að segja. „Mér fannst við eiga vera meira yfir í hálfleik. Margrét var að verja gríðarlega vel, mikið af opnum færum, þannig að það hafði ekki verið neitt óvænt ef við hefðum verið sex til sjö mörkum yfir í hálfleik. Vörnin var mjög góð hjá okkur, náðum að keyra á þær en fórum illa með færi. Svo náðum við bara góðum tökum á leiknum. Heilt yfir spiluðum við bara góðan leik.“ Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik þá voru 36 mörk skoruð í þeim seinni. Hver var ástæðan fyrir því að mati Ágústs? „Bæði lið voru farin að skipta mikið inn á, en við héldum bara áfram af fullum krafti. Þær breyttu í 5-1 vörn og við leystum það bara fínt. Ég held að þetta var bara sanngjarn sigur og við náðum að setja saman góðan leik og það var bara gott.“ Næsti leikur er eftir þrjá daga þar sem Íslandsmeistaratitilinn getur farið á loft, ef Valur vinnur þann leik. „Nú kemur þriggja daga pása. Við þurfum að hvíla okkur og æfa vel og skoða þennan leik og bara undirbúa okkur bara áfram vel. Þetta er alltaf eins, það þarf að vinna þrjá leiki og klárlega er gott að vera komin í 2-0. En við erum bara með báða fætur á jörðinni og nálgumst þetta af sömu fagmennsku og við höfum gert og erum með fókusinn á okkur og að ná í góða frammistöðu. Ef við gerum það þá getum við klárað þetta, en það getur allt gerst. Við erum alveg róleg,“ sagði Ágúst að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira