Sara upp um tíu sæti á heimslistanum en tvær íslenskar fyrir ofan hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 09:31 Sara Sigmundsdóttir er á uppleið á heimslistanum en hún þarf að gera mjög vel í undanúrslitamótinu í Frakklandi um næstu helgi ætli hún að komast aftur á heimsleikana. @sarasigmunds Ísland á fjóra fulltrúa meðal þeirra hundrað bestu í heimi á nýjum heimslista CrossFit samtakanna en hann var gefinn út áður en undanúrslitamótin fara fram. Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira