Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 08:53 Hakakross nasista og skammstöfun hægriöfgaflokksins AfD sem spellvirkjar krotuðu á kosningaauglýsingu Jafnaðarmannaflokks Olafs Scholz kanslara í Cottbus í Austur-Þýskalandi. Vísir/EPA Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. Dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster töldu nægar sannanir fyrir því að pólitísk markmið AfD stangist á við mannlega reisn ákveðinna þjóðfélagshópa og lýðræðið. Flokkun hans sem mögulega hættulegra öfgasamtaka væri því hæfileg og samræmdist bæði innlendum og evrópskum lögum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AfD hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og gæti jafnvel unnið sigra í nokkrum sambandslandskosningum í austanverðu Þýskalandi á þessu ári. Flokksmenn hafa ítrekað látið rasísk ummæli falla en undanfarið hefur flokkurinn einnig verið sakaður um að vera skálkaskjól fyrir njósnara Rússlands og Kína. Þannig var starfsmaður Evrópuþingsmanns AfD handtekinn, grunaður um njósna um störf þingsins og kínverska andófsmenn í Þýskalandi fyrir kínverska kommúnistaflokkinn. Aukin harka hefur færst í þýsk stjórnmál upp á síðkastið. Ítrekað hefur verið veist að stjórnmálamönnum og starfsmönnum flokka á allra síðustu dögum og vikum. Alvarlegasta árásin var á Evrópuþingmann Jafnaðarmannaflokks (SDP) Olafs Scholz kanslara í Dresen í byrjun mánaðar. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð eftir að hann var barinn úti á götu þegar hann var að hengja upp kosningaveggspjöld. Þýskaland Tengdar fréttir Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster töldu nægar sannanir fyrir því að pólitísk markmið AfD stangist á við mannlega reisn ákveðinna þjóðfélagshópa og lýðræðið. Flokkun hans sem mögulega hættulegra öfgasamtaka væri því hæfileg og samræmdist bæði innlendum og evrópskum lögum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AfD hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og gæti jafnvel unnið sigra í nokkrum sambandslandskosningum í austanverðu Þýskalandi á þessu ári. Flokksmenn hafa ítrekað látið rasísk ummæli falla en undanfarið hefur flokkurinn einnig verið sakaður um að vera skálkaskjól fyrir njósnara Rússlands og Kína. Þannig var starfsmaður Evrópuþingsmanns AfD handtekinn, grunaður um njósna um störf þingsins og kínverska andófsmenn í Þýskalandi fyrir kínverska kommúnistaflokkinn. Aukin harka hefur færst í þýsk stjórnmál upp á síðkastið. Ítrekað hefur verið veist að stjórnmálamönnum og starfsmönnum flokka á allra síðustu dögum og vikum. Alvarlegasta árásin var á Evrópuþingmann Jafnaðarmannaflokks (SDP) Olafs Scholz kanslara í Dresen í byrjun mánaðar. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð eftir að hann var barinn úti á götu þegar hann var að hengja upp kosningaveggspjöld.
Þýskaland Tengdar fréttir Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09
Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46