Utan vallar: Mótlæti smakkast vel í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 11:01 Igor Maric fagnar sigri með syni sínum eftir leikinn í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Ef það er eitthvað sem einkennir þetta tímabil í Keflavík þá er það magnaður hæfileiki karlaliðsins til að takast á við mótlæti. Þeir sýndu það enn á ný í gær með því að tryggja sér oddaleik um laust sæti í úrslitaeinvíginu í Subway deild karla í körfubolta. Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum