„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 07:32 Ísak Snær Þorvaldsson leikur með Breiðabliki í sumar, á láni frá Rosenborg. vísir/diego Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira