Það sem býr í Höllu Hrund Viðar Hreinsson skrifar 14. maí 2024 09:01 Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti. Þegar kvisaðist að bændur og gangnamenn austan af Síðu hefðu sent henni áskorun um að bjóða sig fram fór maður að sperra eyrun. Hún hefur greinilega unnið hugi þeirra og hjörtu. Í ljós kom að hún hafði verið þar í sveit, hjá afa sínum og ömmu, og haft þaðan staðgott veganesti. Það er ekki sjálfgefið að ung manneskja dragi slíka lærdóma af sveitadvöl sinni, læri að meta samvinnu og samhjálp á jarðtengdu sviði búskapar og taki þá hugsun með sér á vegferð út í heim, til náms og starfa á alþjóðlegum vettvangi. Einmitt þessi samþætting heimsmenningar og hins heimafengna hefur léð Höllu Hrund víða sýn sem er dýrmætt veganesti í embætti forseta – samfara heillandi viðmóti og hlýlegri framkomu sem hefur einkennt kosningabaráttu hennar. Þessir eiginleikar skila sér örugglega betur þegar hún hittir fólk í návígi en í kappræðum þar sem hugmyndir eru ummyndaðar í snöggsoðnar söluræður stjórnmála og viðskipta. Fólk getur greint á um stjórnarfarslegt hlutverk forseta eða valdsvið embættisins en það liggur þó nokkuð ljóst fyrir. Á þeim þrönga dægurpólitíska vettvangi ríður mest á að forsetinn hafi til að bera dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna þeim störfum, og kjark til að beita þeim lýðræðislega öryggisventli sem neituarvaldið er. Á öðru sviði er oft talað um forseta sem sameiningartákn þjóðar. Ég veit ekki hvort sú hugmynd er raunhæf, táknmyndir eru þröngar og og hugmyndir um þjóðir eru að verða skrýtnar og afbakaðar á tímum fjölmenningar og fólksflutninga. Því held ég að forseti þurfi að vera mildur leiðtogi frekar en tákn, geta talað til allra, hvatt til dáða eða sagt til synda eftir aðstæðum, stuðlað að því að leysa úr úlfakreppum sundrungar sem hafa verið áberandi og mörgum sársaukafullar undanfarna áratugi. Það er ástæðulaust að fá alla til að hugsa eins. Hins vegar má stuðla að gagnkvæmum skilningi milli fólks, sá fyrir mannúð, lýðræði, réttsýni og virðingu í samskiptum, með því glaðlega og bjarta viðmóti sem einkennir Höllu Hrund. Tímarnir eru viðsjárverðir, með óhugnanlegum yfirgangi hervelda sem afmennska allt kvikt sem fyrir verður, stórfyrirtækja sem taka sér æ meira vald yfir lífi okkar og ekki síst vistkreppu sem kallar á umbyltingu lífshátta eigi jörðin að vera mannfólki sæmilega byggileg áfram. Stríðin yfirskyggja en fólk er varla farið að horfast í augu við vistkreppuna. Forsetinn hefur afmarkað dægurpólitískt vald en aftur á móti dagskrárvald gagnvart meðbyr jafnt sem ógnum. Með yfirsýn og þekkingu samfara viðmóti sem þegar hefur heillað landsmenn getur Halla Hrund orðið rödd sem á þarf að halda, inn á við gagnvart landsmönnum og út á við gagnvart heimsbyggðinni, rödd mannúðar, lýðræðis, virðingar fyrir lífi og náttúru, rödd sem er mótuð af samhjálp sveitasamfélagsins, alþjóðlegri þekkingu og þeirri einurð sem hún hefur sýnt í embætti orkumálastjóra. Og hún getur hrint hugsjónum í framkvæmd. Í Höllu Hrund Logadóttur býr atgervi sem getur orðið okkur öllum til heilla. Ég get varla hugsað mér nokkurn annan forseta næstu árin. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti. Þegar kvisaðist að bændur og gangnamenn austan af Síðu hefðu sent henni áskorun um að bjóða sig fram fór maður að sperra eyrun. Hún hefur greinilega unnið hugi þeirra og hjörtu. Í ljós kom að hún hafði verið þar í sveit, hjá afa sínum og ömmu, og haft þaðan staðgott veganesti. Það er ekki sjálfgefið að ung manneskja dragi slíka lærdóma af sveitadvöl sinni, læri að meta samvinnu og samhjálp á jarðtengdu sviði búskapar og taki þá hugsun með sér á vegferð út í heim, til náms og starfa á alþjóðlegum vettvangi. Einmitt þessi samþætting heimsmenningar og hins heimafengna hefur léð Höllu Hrund víða sýn sem er dýrmætt veganesti í embætti forseta – samfara heillandi viðmóti og hlýlegri framkomu sem hefur einkennt kosningabaráttu hennar. Þessir eiginleikar skila sér örugglega betur þegar hún hittir fólk í návígi en í kappræðum þar sem hugmyndir eru ummyndaðar í snöggsoðnar söluræður stjórnmála og viðskipta. Fólk getur greint á um stjórnarfarslegt hlutverk forseta eða valdsvið embættisins en það liggur þó nokkuð ljóst fyrir. Á þeim þrönga dægurpólitíska vettvangi ríður mest á að forsetinn hafi til að bera dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna þeim störfum, og kjark til að beita þeim lýðræðislega öryggisventli sem neituarvaldið er. Á öðru sviði er oft talað um forseta sem sameiningartákn þjóðar. Ég veit ekki hvort sú hugmynd er raunhæf, táknmyndir eru þröngar og og hugmyndir um þjóðir eru að verða skrýtnar og afbakaðar á tímum fjölmenningar og fólksflutninga. Því held ég að forseti þurfi að vera mildur leiðtogi frekar en tákn, geta talað til allra, hvatt til dáða eða sagt til synda eftir aðstæðum, stuðlað að því að leysa úr úlfakreppum sundrungar sem hafa verið áberandi og mörgum sársaukafullar undanfarna áratugi. Það er ástæðulaust að fá alla til að hugsa eins. Hins vegar má stuðla að gagnkvæmum skilningi milli fólks, sá fyrir mannúð, lýðræði, réttsýni og virðingu í samskiptum, með því glaðlega og bjarta viðmóti sem einkennir Höllu Hrund. Tímarnir eru viðsjárverðir, með óhugnanlegum yfirgangi hervelda sem afmennska allt kvikt sem fyrir verður, stórfyrirtækja sem taka sér æ meira vald yfir lífi okkar og ekki síst vistkreppu sem kallar á umbyltingu lífshátta eigi jörðin að vera mannfólki sæmilega byggileg áfram. Stríðin yfirskyggja en fólk er varla farið að horfast í augu við vistkreppuna. Forsetinn hefur afmarkað dægurpólitískt vald en aftur á móti dagskrárvald gagnvart meðbyr jafnt sem ógnum. Með yfirsýn og þekkingu samfara viðmóti sem þegar hefur heillað landsmenn getur Halla Hrund orðið rödd sem á þarf að halda, inn á við gagnvart landsmönnum og út á við gagnvart heimsbyggðinni, rödd mannúðar, lýðræðis, virðingar fyrir lífi og náttúru, rödd sem er mótuð af samhjálp sveitasamfélagsins, alþjóðlegri þekkingu og þeirri einurð sem hún hefur sýnt í embætti orkumálastjóra. Og hún getur hrint hugsjónum í framkvæmd. Í Höllu Hrund Logadóttur býr atgervi sem getur orðið okkur öllum til heilla. Ég get varla hugsað mér nokkurn annan forseta næstu árin. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun