Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2024 12:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er í opinberri heimsókn í Lundúnum. Hún hafði nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, þegar fréttastofa náði tali af honum en hann er í haldi breskra yfirvalda í örygissfangelsinu Belmarsh og þar hefur hann verið frá 2019. Stöð 2/Arnar Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. Það var í fyrra sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, lagði til að ráðist yrði í gerð skýrslunnar og Evrópuráðsþingið samþykkti. Skýrslan ber yfirskiftina "Varðhaldið á Julian Assange og kælandi áhrif þess á vernd mannréttinda í Evrópu" en skýrslan kannar einnig hvort Assange uppfylli skilyrði þess að vera svokallaður samviskufangi. Heimsókn Þórhildar Sunnu í fangelsið er liður í skýrslugerðinni en hún hafði nýlokið heimsókninni þegar fréttastofa náði tali af henni. „Þetta er alveg augljóslega hámarksöryggisfangelsi hérna í London, Belmarsh-fangelsið og það er töluverð fyrirhöfn að komast inn, þú þarft að skilja eiginlega allt eftir, við fengum að taka með okkur tölvur, það var svona nokkurn veginn það eina, engir símar, engin úr eða neitt þannig og þau taka af manni fingraför hérna og það er mikil pappírsvinna í kringum þetta allt saman.“ Assage hefur verið í haldi í Belmarsh-öryggisfangelsinu í fimm ár án sakfellingar en Bandaríkin vilja að Bretar framselji hann svo hægt sé að rétta yfir honum vegna ákæru fyrir brot á njósnalögum. Assange sjálfur segir, með varðhaldinu, vegið að fjölmiðlafrelsi og vernd uppljóstrara. Vildi hann koma á framfæri einhverjum skilaboðum? „Já, hann var með skilaboð. Við ætlum nú að gefa það út í yfirlýsingu Evrópuráðið á eftir, seinna í dag, þegar ég lýk þessari opinberu heimsókn. Innanríkisráðuneyti Bretlands hefur ekki virt okkur viðlits og ekki svarað okkur hérna í Evrópuráðinu. Ég er ennþá að reyna að fá þá til þess að hitta mig til að tala um þetta mál en opinbera heimsóknin lýkur á eftir og þá gefum við út yfirlýsingu og þar er að finna líka skilaboð frá Julian.“ Þórhildur Sunna segir að Assange hafi augljóslega verið þreyttur en í góðu formi miðað við aðstæður. „Hann hefur hlýja og góða nærveru, Julian Assange, það er gott að tala við hann. Hann er augljóslega mjög upptekinn af þeim málstað sem hann hafði allt frá upphafi þessa ferðalags og það var auðvitað mjög merkilegt að hitta hann og þetta var mikilvægur fundur, að ég tel, ég held að við höfum bæði haft gott af honum.“ Þórhildur hefur líka fundað með eiginkonu Assange og fleirum sem tengjast málinu. „Í kjölfarið mun ég kynna fyrstu drög eða útlínu af skýrslunni minni á nefndarfundi í París í næstu viku og svo stendur til að halda tvo fundi þar sem við bjóðum sérfræðingum að tjá sig um efni skýrslunnar núna í sumar og svo í haust og svo vonumst við til að geta klárað skýrsluna annað hvort í lok október eða þá í lok janúar á næsta ári.“ Mál Julians Assange WikiLeaks Píratar Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira
Það var í fyrra sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, lagði til að ráðist yrði í gerð skýrslunnar og Evrópuráðsþingið samþykkti. Skýrslan ber yfirskiftina "Varðhaldið á Julian Assange og kælandi áhrif þess á vernd mannréttinda í Evrópu" en skýrslan kannar einnig hvort Assange uppfylli skilyrði þess að vera svokallaður samviskufangi. Heimsókn Þórhildar Sunnu í fangelsið er liður í skýrslugerðinni en hún hafði nýlokið heimsókninni þegar fréttastofa náði tali af henni. „Þetta er alveg augljóslega hámarksöryggisfangelsi hérna í London, Belmarsh-fangelsið og það er töluverð fyrirhöfn að komast inn, þú þarft að skilja eiginlega allt eftir, við fengum að taka með okkur tölvur, það var svona nokkurn veginn það eina, engir símar, engin úr eða neitt þannig og þau taka af manni fingraför hérna og það er mikil pappírsvinna í kringum þetta allt saman.“ Assage hefur verið í haldi í Belmarsh-öryggisfangelsinu í fimm ár án sakfellingar en Bandaríkin vilja að Bretar framselji hann svo hægt sé að rétta yfir honum vegna ákæru fyrir brot á njósnalögum. Assange sjálfur segir, með varðhaldinu, vegið að fjölmiðlafrelsi og vernd uppljóstrara. Vildi hann koma á framfæri einhverjum skilaboðum? „Já, hann var með skilaboð. Við ætlum nú að gefa það út í yfirlýsingu Evrópuráðið á eftir, seinna í dag, þegar ég lýk þessari opinberu heimsókn. Innanríkisráðuneyti Bretlands hefur ekki virt okkur viðlits og ekki svarað okkur hérna í Evrópuráðinu. Ég er ennþá að reyna að fá þá til þess að hitta mig til að tala um þetta mál en opinbera heimsóknin lýkur á eftir og þá gefum við út yfirlýsingu og þar er að finna líka skilaboð frá Julian.“ Þórhildur Sunna segir að Assange hafi augljóslega verið þreyttur en í góðu formi miðað við aðstæður. „Hann hefur hlýja og góða nærveru, Julian Assange, það er gott að tala við hann. Hann er augljóslega mjög upptekinn af þeim málstað sem hann hafði allt frá upphafi þessa ferðalags og það var auðvitað mjög merkilegt að hitta hann og þetta var mikilvægur fundur, að ég tel, ég held að við höfum bæði haft gott af honum.“ Þórhildur hefur líka fundað með eiginkonu Assange og fleirum sem tengjast málinu. „Í kjölfarið mun ég kynna fyrstu drög eða útlínu af skýrslunni minni á nefndarfundi í París í næstu viku og svo stendur til að halda tvo fundi þar sem við bjóðum sérfræðingum að tjá sig um efni skýrslunnar núna í sumar og svo í haust og svo vonumst við til að geta klárað skýrsluna annað hvort í lok október eða þá í lok janúar á næsta ári.“
Mál Julians Assange WikiLeaks Píratar Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38