Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2024 08:00 Jón, Halla Hrund, Halla, Katrín, Baldur og Arnar Þór mætast í kappræðum. vísir Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. Nú er rétt um hálfur mánuður þar til þjóðin kýs sjöunda forseta lýðveldisins. Frá 8. apríl hafa verið birtar að minnsta kosti fimmtán kannanir um fylgi frambjóðenda þar sem fylgið hefur verið á mikilli hreyfingu. Í kvöld birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir töluverðar breytingar á fylginu. Að loknum kvöldfréttum koma þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir til fyrri kappræðna Stöðvar 2 fyrir komandi kosningar. Þar verður leitað viðbragða við könnuninni en frambjóðendur einnig spurðir spjörunum úr. Við heyrum einnig skoðanir almennings á forsetaembættinu og spyrjum nokkurra spurninga sem fólk hefur sent okkur. Fylgið hefur haldið áfram að sveiflast í maímánuði og þá ekki bara í efstu sætunum. Því í könnunum bæði Prósents og Gallups í síðustu viku tvöfölduðu Halla Tómasdóttir og Arnar Þór Jónsson fylgi sitt frá síðustu könnunum þar á undan. Halla Tómasdóttir mældist með um 12 prósent í síðustu könnunum Prósents og Gallup og Arnar Þór um 6 prósent. Aðrir frambjóðendur hafa ekki hlotið náð fyrir kjósendum í könnunum. Mælast oftast undir tveimur prósentum og jafnvel einu prósenti. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar ákvað því að bjóða sex efstu frambjóðendum til kappræðna í kvöld klukkan 18:55. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagksrá á Stöð 2 og Vísi. Þetta eru fyrri kappræður af tveimur. Frambjóðendur munu aftur mæta í beina útsendingu þegar tveir dagar verða til kosninga hinn 30. maí. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. 3. maí 2024 14:07 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Nú er rétt um hálfur mánuður þar til þjóðin kýs sjöunda forseta lýðveldisins. Frá 8. apríl hafa verið birtar að minnsta kosti fimmtán kannanir um fylgi frambjóðenda þar sem fylgið hefur verið á mikilli hreyfingu. Í kvöld birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir töluverðar breytingar á fylginu. Að loknum kvöldfréttum koma þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir til fyrri kappræðna Stöðvar 2 fyrir komandi kosningar. Þar verður leitað viðbragða við könnuninni en frambjóðendur einnig spurðir spjörunum úr. Við heyrum einnig skoðanir almennings á forsetaembættinu og spyrjum nokkurra spurninga sem fólk hefur sent okkur. Fylgið hefur haldið áfram að sveiflast í maímánuði og þá ekki bara í efstu sætunum. Því í könnunum bæði Prósents og Gallups í síðustu viku tvöfölduðu Halla Tómasdóttir og Arnar Þór Jónsson fylgi sitt frá síðustu könnunum þar á undan. Halla Tómasdóttir mældist með um 12 prósent í síðustu könnunum Prósents og Gallup og Arnar Þór um 6 prósent. Aðrir frambjóðendur hafa ekki hlotið náð fyrir kjósendum í könnunum. Mælast oftast undir tveimur prósentum og jafnvel einu prósenti. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar ákvað því að bjóða sex efstu frambjóðendum til kappræðna í kvöld klukkan 18:55. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagksrá á Stöð 2 og Vísi. Þetta eru fyrri kappræður af tveimur. Frambjóðendur munu aftur mæta í beina útsendingu þegar tveir dagar verða til kosninga hinn 30. maí.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. 3. maí 2024 14:07 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23
Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44
Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. 3. maí 2024 14:07
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent