Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 22:59 Björn Höcke fer fyrir AfD í sambandsríkinu Þýringalandi. Getty/Sean Gallup Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. Dómstóll í Halle í Saxlandi-Anhalt komst að þeirri niðurstöðu að Höcke hafi vísvitandi notað slagorðið: „Allt fyrir Þýskaland,“ á stuðningsmannafundi í maí ársins 2021. Slagorðið er tengt hinum alræmdu brúnstökkum sem var hernaðarvængur Nasistaflokksins áður en hann tók við völdum í Þýskalandi. Guardian greinir frá því að Höcke hafi áður starfað sem sögukennari og því ólíklegt að hann hafi ekki vitað af tengingu slagorðsins við brúnstakkana. Hann hefur verið dæmdur til að greiða sekt upp á þrettán þúsund evrur sem svara til tæpra tveggja milljóna íslenskra króna. Ákæruvaldið fór fram á sex mánaða skilorðsbundna fangelsisvist en verjendur fóru fram á sýknu. Ekki í fyrsta sinn Höcke sakar ákæruvaldið um pólitíska kúgun og hefur sagt að hann hyggist áfrýja dómnum. Í Þýskalandi eru ströng lög varðandi notkun slagorða, áróðurs eða hvers kyns tákna sem tengjast nasistum sem og öðrum öfga- og hryðjuverkasamtökum. Hinn 52 ára gamli Höcke er einn mest áberandi leiðtogi Valkosts fyrir Þýskalands og jafnframt einn öfgafyllsti fulltrúi þess en hann hefur farið fyrir flokknum í heimaríki sínu frá stofnun flokksins árið 2013. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Árið 2018 kallaði hann minnisvarðann um helförina í miðborg Berlínar „minnisvarða um skömm“ og hefur kallað eftir breytingu á viðhorfi Þjóðverja til helfararinnar. Greint var frá því í gær að dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster hefði staðfest flokkun Valkosts fyrir Þýskaland sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Það þýðir að lögregla hefur rétt til að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Dómstóll í Halle í Saxlandi-Anhalt komst að þeirri niðurstöðu að Höcke hafi vísvitandi notað slagorðið: „Allt fyrir Þýskaland,“ á stuðningsmannafundi í maí ársins 2021. Slagorðið er tengt hinum alræmdu brúnstökkum sem var hernaðarvængur Nasistaflokksins áður en hann tók við völdum í Þýskalandi. Guardian greinir frá því að Höcke hafi áður starfað sem sögukennari og því ólíklegt að hann hafi ekki vitað af tengingu slagorðsins við brúnstakkana. Hann hefur verið dæmdur til að greiða sekt upp á þrettán þúsund evrur sem svara til tæpra tveggja milljóna íslenskra króna. Ákæruvaldið fór fram á sex mánaða skilorðsbundna fangelsisvist en verjendur fóru fram á sýknu. Ekki í fyrsta sinn Höcke sakar ákæruvaldið um pólitíska kúgun og hefur sagt að hann hyggist áfrýja dómnum. Í Þýskalandi eru ströng lög varðandi notkun slagorða, áróðurs eða hvers kyns tákna sem tengjast nasistum sem og öðrum öfga- og hryðjuverkasamtökum. Hinn 52 ára gamli Höcke er einn mest áberandi leiðtogi Valkosts fyrir Þýskalands og jafnframt einn öfgafyllsti fulltrúi þess en hann hefur farið fyrir flokknum í heimaríki sínu frá stofnun flokksins árið 2013. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Árið 2018 kallaði hann minnisvarðann um helförina í miðborg Berlínar „minnisvarða um skömm“ og hefur kallað eftir breytingu á viðhorfi Þjóðverja til helfararinnar. Greint var frá því í gær að dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster hefði staðfest flokkun Valkosts fyrir Þýskaland sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Það þýðir að lögregla hefur rétt til að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent