Offita er langvinnur sjúkdómur Hópur fólks í stjórn Félags fagfólks um offitu skrifar 15. maí 2024 10:30 Langvinnur sjúkdómur er, samkvæmt skilgreiningu, sjúkdómur sem varir í meira en eitt ár, felur í sér þörf fyrir viðvarandi heilbrigðisþjónustu og/eða veldur takmörkun á athafnargetu einstaklings. Algengir og vel þekktir langvinnir sjúkdómar eru hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og sykursýki 2. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization, WHO) er offita einnig langvinnur sjúkdómur sem og áhættuþáttur fyrir aðra langvinna sjúkdóma. Í skýrslu frá stofnuninni sem gefin var út árið 2023 var ítrekað að orsakir sjúkdómsins væru flókið samspil margra þátta svo sem erfða, umhverfis, streitu, áfalla og fleira. Þar kemur skýrt fram að einstaklingsmiðaðar ráðleggingar sem einblína eingöngu á mataræði og hreyfingu hafi ekki borið árangur hingað til. Landlæknir, Anna Möller, tók undir þetta 26. mars s.l. í þættinum Speglinum á Rás 1 og lagði jafnframt áherslu á þörf fyrir aukna þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og samfélagslega nálgun. Þegar rætt er um meðferð við offitu er mikilvægt að hafa einmitt þetta í huga, að offita er langvinnur sjúkdómur. Flestum þykir sjálfsagt að einstaklingar með hjartasjúkdóma eða sykursýki fari reglulega í eftirlit hjá mismunandi heilbrigðisstéttum, þurfi lyfjameðferð og jafnvel flóknari inngrip til að draga úr einkennum og fylgikvillum sjúkdómanna sem þeir lifa með. Ekki er endilega gert ráð fyrir því að meðferðin lækni sjúkdóminn þar sem hann er í eðli sínu langvinnur. Það er vel þekkt að þessir sjúkdómar geta verið stöðugir í lengri tíma og geti síðan versnað. Við versnun getur þurft að leita til sérfræðings eða jafnvel leggjast inn á sjúkrahús. Ekki á heldur að vera neitt athugavert við það að þurfa lyfjameðferð, skurðaðgerð eða aðra meðferð til að meðhöndla einkenni eða fylgikvilla offitu. Meðferðin þarf á tímabilum að vera þéttari en oft er reglulegt eftirlit nóg. Miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð við offitu síðastliðin ár. Lyfin sem helst eru notuð á Íslandi í dag eru svo kallaðar glúkagonlík-peptíð-1 (GLP-1) hliðstæður (eftirhermur). Lyfin líkja eftir GLP-1 hormóninu sem er losað úr þörmunum eftir máltíð. Hormónið er mikilvægur liður í blóðsykurs- og þyngdarstjórnun líkamans. Sýnt hefur verið fram á að hluti einstaklinga með offitu losar lítið af þessu hormóni eftir neyslu matar sem hefur afleiðingar á seddutilfinningu og þyngdarstjórnun. Þess vegna hafa hliðstæður af þessu hormóni og öðrum skyldum hormónum, verið notaðar í meðferð við offitu. Vegna áhrifa hormónsins á blóðsykursstjórnun eru einnig til sambærileg lyf við sykursýki. Nokkur lyf í þessum flokki eru aðgengileg í dag og ábendingarnar fyrir notkun þeirra vel skilgreindar í íslensku sérlyfjaskránni. Í dag er stungulyfið Wegovy (semaglutide) helst notað í meðferð við offitu en áður var lyfið Saxenda (liraglutide) meira notað. Í sérlyfjaskránni stendur að ábendingar Wegovy fyrir fullorða séu eftirfarandi: „Wegovy er ætlað sem viðbót við hitaeiningaskert mataræði og aukna hreyfingu til þyngdarstjórnunar, þ.m.t. þyngdartaps og þyngdarviðhalds, hjá fullorðnum með upphafslíkamsþyngdarstuðulinn (BMI) ≥30 kg/m2 (offita) eða ≥27 kg/m2 til <30 kg/m2 (ofþyngd) og sem eru með a.m.k. einn þyngdartengdan fylgisjúkdóm“. Á sama tíma stendur í sérlyfjaskránni að önnur lyf í sama lyfjaflokki eins og Ozempic (semaglutide) og Victoza (liraglutide) séu „ætluð til meðferðar á fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu“. Reglur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um niðurgreiðslu þeirra eru líka skýrar en í þeim er einnig kveðið á um það hvernig eftirliti með slíkri meðferð skal hagað. Augljóst er að þessi lyf, semaglutide og liraglutide, eru notuð bæði við sykursýki og offitu en ráðlagðir skammtar eru ekki þeir sömu og þess vegna eru heiti lyfjanna ólík eftir því hvaða sjúkdóm er verið að meðhöndla. Hafa ber í huga að sami einstaklingur getur verið bæði með sykursýki og offitu samtímis og tekur meðferð einnig mið af því. Í ofannefndu viðtali við landlækni kom fram að um 1% þjóðarinnar er á meðferð með Wegovy við offitu. Ef teknir eru með einstaklingar með sykursýki 2, eru um það bil 3% Íslendinga á lyfjameðferð með GLP-1 hliðstæðu. Í landi þar sem 27% uppfylla viðmið fyrir offitu ef miðað er við líkamsþyngdarstuðul er ekki líklegt að þessi lyf séu ofnotuð né heldur að verið sé að misnota sykursýkislyf í meðferð við offitu. Fremur skyldi spyrja hvort stór hluti þeirra einstaklinga sem þurfa meðferð við sínum sjúkdómi séu að fá viðeigandi meðferð. Lyfjameðferð við offitu er mikilvægur þáttur í meðferð sjúkdómsins. Auk áhrifa á þyngd hafa rannsóknir einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á áhættu hjarta- og æðaáfalla og lengri lifun hjá einstaklingum með offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Efnaskiptaaðgerðir hafa einnig bein áhrif á áhættu og lifun. Oft er það einmitt svo að með því að meðhöndla einn langvinnan sjúkdóm minnkar áhætta á öðrum sjúkdómum sem er mikilvægur þáttur í meðferð. Félag fagfólks um offitu hefur bent á að reglur um greiðsluþátttöku SÍ vegna lyfjanna séu of strangar og feli í sér hættu á mismunun sjúklinga eftir efnahag. Einnig er aðgengi að þverfaglegum teymum til meðhöndlunar á þessum flókna sjúkdómi verulega ábótavant í íslensku heilbrigðiskerfi. Í nýútkominni skýrslu starfshóps um offitu, holdafar, heilsu og líðan er ljósi varpað á þá stöðu. Umræðan um lyfjameðferð og efnaskiptaaðgerðir er ekki alltaf á jákvæðum nótum. Sumir vilja að einstaklingar með offitu taki aukna ábyrgð á eigin heilsu, standi sig betur og séu ekki að stytta sér leið með töfralausnum. Slík umræða ber ekki bara merki um þekkingarleysi og fordóma heldur getur hreinlega verið skaðleg fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Einnig er þetta þvert á ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þar sem lögð er áhersla á samfélagslega nálgun eins og lýst var hér að ofan. Eins og algengt er með lyfjameðferð og skurðarðgerðir fylgja þeim aukaverkanir og fylgikvillar sem geta oft verið hamlandi og haft áhrif á daglegt líf. Þetta á einnig við um sérhæfð inngrip sem í boði eru við offitu og við ákvörðun um notkun þeirra verður að vega og meta ávinning, áhættu og óþægindi sem þau geta haft í för með sér. Vert er að taka fram að mikill munur er á meðferð sjúkdómsins offitu annars vegar og megrun hins vegar sem gengur út á að þvinga fram þyngdartap. Árið 2020 gaf Embætti landlæknis út klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu. Þar kemur skýrt fram hvernig meðhöndlun sjúkdómsins á að vera háttað. Margir sem mælast þungir samkvæmt líkamsþyngdarstuðli eru ekki með mikil einkenni og þarfnast ekki meðferðar í dag. En þegar þörf er á er mikilvægt að meðferðin sé í höndum fagaðila og samkvæmt klínískum leiðbeiningum rétt eins og meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Stjórn Félags fagfólks um offitu, Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á ReykjalundiGréta Jakobsdóttir, næringarfræðingur og lektor við HÍErla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsuræðingurTryggvi Helgason, barnalæknirSólrún Ólína Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingurSigrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðirEdda Ýr Guðmundsdóttir, næringarfræðingur og sjúkraþálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Langvinnur sjúkdómur er, samkvæmt skilgreiningu, sjúkdómur sem varir í meira en eitt ár, felur í sér þörf fyrir viðvarandi heilbrigðisþjónustu og/eða veldur takmörkun á athafnargetu einstaklings. Algengir og vel þekktir langvinnir sjúkdómar eru hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og sykursýki 2. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization, WHO) er offita einnig langvinnur sjúkdómur sem og áhættuþáttur fyrir aðra langvinna sjúkdóma. Í skýrslu frá stofnuninni sem gefin var út árið 2023 var ítrekað að orsakir sjúkdómsins væru flókið samspil margra þátta svo sem erfða, umhverfis, streitu, áfalla og fleira. Þar kemur skýrt fram að einstaklingsmiðaðar ráðleggingar sem einblína eingöngu á mataræði og hreyfingu hafi ekki borið árangur hingað til. Landlæknir, Anna Möller, tók undir þetta 26. mars s.l. í þættinum Speglinum á Rás 1 og lagði jafnframt áherslu á þörf fyrir aukna þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og samfélagslega nálgun. Þegar rætt er um meðferð við offitu er mikilvægt að hafa einmitt þetta í huga, að offita er langvinnur sjúkdómur. Flestum þykir sjálfsagt að einstaklingar með hjartasjúkdóma eða sykursýki fari reglulega í eftirlit hjá mismunandi heilbrigðisstéttum, þurfi lyfjameðferð og jafnvel flóknari inngrip til að draga úr einkennum og fylgikvillum sjúkdómanna sem þeir lifa með. Ekki er endilega gert ráð fyrir því að meðferðin lækni sjúkdóminn þar sem hann er í eðli sínu langvinnur. Það er vel þekkt að þessir sjúkdómar geta verið stöðugir í lengri tíma og geti síðan versnað. Við versnun getur þurft að leita til sérfræðings eða jafnvel leggjast inn á sjúkrahús. Ekki á heldur að vera neitt athugavert við það að þurfa lyfjameðferð, skurðaðgerð eða aðra meðferð til að meðhöndla einkenni eða fylgikvilla offitu. Meðferðin þarf á tímabilum að vera þéttari en oft er reglulegt eftirlit nóg. Miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð við offitu síðastliðin ár. Lyfin sem helst eru notuð á Íslandi í dag eru svo kallaðar glúkagonlík-peptíð-1 (GLP-1) hliðstæður (eftirhermur). Lyfin líkja eftir GLP-1 hormóninu sem er losað úr þörmunum eftir máltíð. Hormónið er mikilvægur liður í blóðsykurs- og þyngdarstjórnun líkamans. Sýnt hefur verið fram á að hluti einstaklinga með offitu losar lítið af þessu hormóni eftir neyslu matar sem hefur afleiðingar á seddutilfinningu og þyngdarstjórnun. Þess vegna hafa hliðstæður af þessu hormóni og öðrum skyldum hormónum, verið notaðar í meðferð við offitu. Vegna áhrifa hormónsins á blóðsykursstjórnun eru einnig til sambærileg lyf við sykursýki. Nokkur lyf í þessum flokki eru aðgengileg í dag og ábendingarnar fyrir notkun þeirra vel skilgreindar í íslensku sérlyfjaskránni. Í dag er stungulyfið Wegovy (semaglutide) helst notað í meðferð við offitu en áður var lyfið Saxenda (liraglutide) meira notað. Í sérlyfjaskránni stendur að ábendingar Wegovy fyrir fullorða séu eftirfarandi: „Wegovy er ætlað sem viðbót við hitaeiningaskert mataræði og aukna hreyfingu til þyngdarstjórnunar, þ.m.t. þyngdartaps og þyngdarviðhalds, hjá fullorðnum með upphafslíkamsþyngdarstuðulinn (BMI) ≥30 kg/m2 (offita) eða ≥27 kg/m2 til <30 kg/m2 (ofþyngd) og sem eru með a.m.k. einn þyngdartengdan fylgisjúkdóm“. Á sama tíma stendur í sérlyfjaskránni að önnur lyf í sama lyfjaflokki eins og Ozempic (semaglutide) og Victoza (liraglutide) séu „ætluð til meðferðar á fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu“. Reglur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um niðurgreiðslu þeirra eru líka skýrar en í þeim er einnig kveðið á um það hvernig eftirliti með slíkri meðferð skal hagað. Augljóst er að þessi lyf, semaglutide og liraglutide, eru notuð bæði við sykursýki og offitu en ráðlagðir skammtar eru ekki þeir sömu og þess vegna eru heiti lyfjanna ólík eftir því hvaða sjúkdóm er verið að meðhöndla. Hafa ber í huga að sami einstaklingur getur verið bæði með sykursýki og offitu samtímis og tekur meðferð einnig mið af því. Í ofannefndu viðtali við landlækni kom fram að um 1% þjóðarinnar er á meðferð með Wegovy við offitu. Ef teknir eru með einstaklingar með sykursýki 2, eru um það bil 3% Íslendinga á lyfjameðferð með GLP-1 hliðstæðu. Í landi þar sem 27% uppfylla viðmið fyrir offitu ef miðað er við líkamsþyngdarstuðul er ekki líklegt að þessi lyf séu ofnotuð né heldur að verið sé að misnota sykursýkislyf í meðferð við offitu. Fremur skyldi spyrja hvort stór hluti þeirra einstaklinga sem þurfa meðferð við sínum sjúkdómi séu að fá viðeigandi meðferð. Lyfjameðferð við offitu er mikilvægur þáttur í meðferð sjúkdómsins. Auk áhrifa á þyngd hafa rannsóknir einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á áhættu hjarta- og æðaáfalla og lengri lifun hjá einstaklingum með offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Efnaskiptaaðgerðir hafa einnig bein áhrif á áhættu og lifun. Oft er það einmitt svo að með því að meðhöndla einn langvinnan sjúkdóm minnkar áhætta á öðrum sjúkdómum sem er mikilvægur þáttur í meðferð. Félag fagfólks um offitu hefur bent á að reglur um greiðsluþátttöku SÍ vegna lyfjanna séu of strangar og feli í sér hættu á mismunun sjúklinga eftir efnahag. Einnig er aðgengi að þverfaglegum teymum til meðhöndlunar á þessum flókna sjúkdómi verulega ábótavant í íslensku heilbrigðiskerfi. Í nýútkominni skýrslu starfshóps um offitu, holdafar, heilsu og líðan er ljósi varpað á þá stöðu. Umræðan um lyfjameðferð og efnaskiptaaðgerðir er ekki alltaf á jákvæðum nótum. Sumir vilja að einstaklingar með offitu taki aukna ábyrgð á eigin heilsu, standi sig betur og séu ekki að stytta sér leið með töfralausnum. Slík umræða ber ekki bara merki um þekkingarleysi og fordóma heldur getur hreinlega verið skaðleg fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Einnig er þetta þvert á ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þar sem lögð er áhersla á samfélagslega nálgun eins og lýst var hér að ofan. Eins og algengt er með lyfjameðferð og skurðarðgerðir fylgja þeim aukaverkanir og fylgikvillar sem geta oft verið hamlandi og haft áhrif á daglegt líf. Þetta á einnig við um sérhæfð inngrip sem í boði eru við offitu og við ákvörðun um notkun þeirra verður að vega og meta ávinning, áhættu og óþægindi sem þau geta haft í för með sér. Vert er að taka fram að mikill munur er á meðferð sjúkdómsins offitu annars vegar og megrun hins vegar sem gengur út á að þvinga fram þyngdartap. Árið 2020 gaf Embætti landlæknis út klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu. Þar kemur skýrt fram hvernig meðhöndlun sjúkdómsins á að vera háttað. Margir sem mælast þungir samkvæmt líkamsþyngdarstuðli eru ekki með mikil einkenni og þarfnast ekki meðferðar í dag. En þegar þörf er á er mikilvægt að meðferðin sé í höndum fagaðila og samkvæmt klínískum leiðbeiningum rétt eins og meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Stjórn Félags fagfólks um offitu, Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á ReykjalundiGréta Jakobsdóttir, næringarfræðingur og lektor við HÍErla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsuræðingurTryggvi Helgason, barnalæknirSólrún Ólína Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingurSigrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðirEdda Ýr Guðmundsdóttir, næringarfræðingur og sjúkraþálfari
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun