Stefna á opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á næsta ári Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2024 09:47 Sölufyrirtæki geta nú keypt langtímavörur frá framleiðendum raforku á uppboðsmörkuðum. Elma stefnir á opnun fyrsta markaðarins með skammtímavörur á næsta ári. Vísir/Vilhelm Dótturfélag Landsnets segist stefna að því að setja fyrsta uppboðsmarkaðinn með skammtímasamninga um raforku í byrjun næsta árs. Þegar hefur verið gengið frá samstarfssamningi við evrópska raforkukauphöll í tengslum við verkefnið. Hröð þróun á sér nú stað á heildsölumarkaði með raforku á Íslandi. Nú í vor hófu tvær kauphallir með langtímasamninga þar sem sölufyrirtæki geta keypt raforku af framleiðendum. Önnur þeirra er á vegum fyrirtækisins Vonarskarðs ehf. en hitt á vegum Elmu, dótturfélags Landsnets. Nú segist Elma hafa gengið frá samstarfssamningi við evrópsku raforkukauphöllina Nord Pool um opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á Íslandi. Þar verði boðið upp á uppboðsmarkað með dags fyrirvara en í framhaldinu sé stefnt að því að bæta við viðskiptum innan dags. Stefnt er að því að markaðurinn fari í loftið í byrjun árs 2025. Á skammtímamarkaðinum segist Elma gegna hlutverki miðlægs mótaðila sem tryggi öryggi og gagnsæi fyrir alla þátttakendur. Langtímamarkaður Elmu er í samstarfi við króatíska fyrirtækið Cropex Power Exchange. Nord Pool er með höfuðstöðvar í Ósló í Noregi og er í eigu evrópsku kauphallarinnar Euronext og TSO Holding, sem er í eigu dreifiaðila raforku á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13. maí 2024 14:43 Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15. apríl 2024 13:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Hröð þróun á sér nú stað á heildsölumarkaði með raforku á Íslandi. Nú í vor hófu tvær kauphallir með langtímasamninga þar sem sölufyrirtæki geta keypt raforku af framleiðendum. Önnur þeirra er á vegum fyrirtækisins Vonarskarðs ehf. en hitt á vegum Elmu, dótturfélags Landsnets. Nú segist Elma hafa gengið frá samstarfssamningi við evrópsku raforkukauphöllina Nord Pool um opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á Íslandi. Þar verði boðið upp á uppboðsmarkað með dags fyrirvara en í framhaldinu sé stefnt að því að bæta við viðskiptum innan dags. Stefnt er að því að markaðurinn fari í loftið í byrjun árs 2025. Á skammtímamarkaðinum segist Elma gegna hlutverki miðlægs mótaðila sem tryggi öryggi og gagnsæi fyrir alla þátttakendur. Langtímamarkaður Elmu er í samstarfi við króatíska fyrirtækið Cropex Power Exchange. Nord Pool er með höfuðstöðvar í Ósló í Noregi og er í eigu evrópsku kauphallarinnar Euronext og TSO Holding, sem er í eigu dreifiaðila raforku á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.
Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13. maí 2024 14:43 Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15. apríl 2024 13:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13. maí 2024 14:43
Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15. apríl 2024 13:00