„Þetta var ótrúlega erfitt“ Hinrik Wöhler skrifar 15. maí 2024 21:15 John Andrews, þjálfari Víkings, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir 1-0 baráttusigur á liði Þróttar á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Þetta er annar sigur Víkinga á tímabilinu en fimm umferðir eru búnar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. „Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
„Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira