„Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. maí 2024 21:57 Gunnar Magnússon var ánægður með sigurinn gegn Val Vísir/Anton Brink Afturelding vann Val á útivelli 27-29 í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með að vera kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. „Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sjá meira
„Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sjá meira