Slys á æfingu fyrir fjórum árum er enn að eyðileggja fyrir Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á heimaleikunum undanfarin fjögur ár. @sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttirer hætt keppni á þessu CrossFit tímabili. Sara verður því ekki með á undanúrslitamóti heimsleikanna í Frakklandi um komandi helgi en hún tilkynnti þetta á miðlum sínum. Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira