Þórey í Konukoti hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkur Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2024 14:57 Þórey tók við verðlaununum af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Vísir/Arnar Þórey Einarsdóttir hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. Þórey hefur starfað í Konukoti, fyrsta og eina athvarfinu fyrir heimilislausar konur á Íslandi, frá opnun þess. Þórey er annar einstaklingur sem hlýtur verðlaunin, annars hafa þau verið afhent félagasamtökum eða verkefnum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti í dag Þóreyju Einarsdóttur, mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 fyrir ómetanlegt starf hennar í þágu heimilislausra kvenna. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf Í tilkynningu frá borginni um verðlaunin kemur fram að í tuttugu ár hafi hún unnið störf sín af hógværð og sjaldséðu örlæti án þess að missa nokkurn tímann sjónar á kjarna starfsins: Að standa með og styðja konur sem fátt eiga annað en óvissuna. Þóreyju voru afhent verðlaunin í Höfða fyrr í dag. Vísir/Arnar „Þórey Einarsdóttir er ein af þeim fjölmörgu konum og fólki sem starfa á bak við tjöldin í almannaheillasamtökum innan borgarinnar, fólk sem vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu meðborgara sinna og mannréttinda,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 16. maí, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar, og er markmið dagsins að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum að Þórey Einarsdóttir hlyti verðlaunin. Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum kr. 600.000,-. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði við afhendingu verðlaunanna að það væri afar mikilvægt að einstaklingar sem vinna í jafn mikilvægum málaflokki og þessum fái viðurkenningu fyrir að standa vörð um hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu og eru jaðarsettir. Borgin vinni stöðugt að því í samvinnu við ótal aðila að tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. „Takk, Þórey fyrir þitt mikilvæga starf í þágu heimilislausra kvenna og mannréttinda“ sagði borgarstjóri við athöfnina. Fyrri verðlaunahafar Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008 Rauði Kross Íslands 2009 Blátt áfram 2010 Hinsegin dagar 2011 List án landamæra 2012 Kvennaathvarfið 2013 Geðhjálp 2014 Frú Ragnheiður 2015 Þórunn Ólafsdóttir 2016 Með okkar augum 2017 Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018 Móðurmál – Association of Bilingualism 2019 Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020 Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021 Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022 Trans Ísland 2023 Reykjavík Málefni heimilislausra Mannréttindi Jafnréttismál Tengdar fréttir Margt breyst í Konukoti á 10 árum Í dag fagnar Konukot tíu ára afmæli sínu. Athvarfið er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík og Reykjavíkurborg og var sett á laggirnar vegna þess að úrræði skorti fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda. Fréttablaðið kíkti í heimsókn og kynnti sér starfssemina. 10. desember 2014 09:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Þórey er annar einstaklingur sem hlýtur verðlaunin, annars hafa þau verið afhent félagasamtökum eða verkefnum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti í dag Þóreyju Einarsdóttur, mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 fyrir ómetanlegt starf hennar í þágu heimilislausra kvenna. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf Í tilkynningu frá borginni um verðlaunin kemur fram að í tuttugu ár hafi hún unnið störf sín af hógværð og sjaldséðu örlæti án þess að missa nokkurn tímann sjónar á kjarna starfsins: Að standa með og styðja konur sem fátt eiga annað en óvissuna. Þóreyju voru afhent verðlaunin í Höfða fyrr í dag. Vísir/Arnar „Þórey Einarsdóttir er ein af þeim fjölmörgu konum og fólki sem starfa á bak við tjöldin í almannaheillasamtökum innan borgarinnar, fólk sem vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu meðborgara sinna og mannréttinda,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 16. maí, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar, og er markmið dagsins að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum að Þórey Einarsdóttir hlyti verðlaunin. Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum kr. 600.000,-. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði við afhendingu verðlaunanna að það væri afar mikilvægt að einstaklingar sem vinna í jafn mikilvægum málaflokki og þessum fái viðurkenningu fyrir að standa vörð um hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu og eru jaðarsettir. Borgin vinni stöðugt að því í samvinnu við ótal aðila að tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. „Takk, Þórey fyrir þitt mikilvæga starf í þágu heimilislausra kvenna og mannréttinda“ sagði borgarstjóri við athöfnina. Fyrri verðlaunahafar Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008 Rauði Kross Íslands 2009 Blátt áfram 2010 Hinsegin dagar 2011 List án landamæra 2012 Kvennaathvarfið 2013 Geðhjálp 2014 Frú Ragnheiður 2015 Þórunn Ólafsdóttir 2016 Með okkar augum 2017 Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018 Móðurmál – Association of Bilingualism 2019 Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020 Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021 Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022 Trans Ísland 2023
Reykjavík Málefni heimilislausra Mannréttindi Jafnréttismál Tengdar fréttir Margt breyst í Konukoti á 10 árum Í dag fagnar Konukot tíu ára afmæli sínu. Athvarfið er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík og Reykjavíkurborg og var sett á laggirnar vegna þess að úrræði skorti fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda. Fréttablaðið kíkti í heimsókn og kynnti sér starfssemina. 10. desember 2014 09:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Margt breyst í Konukoti á 10 árum Í dag fagnar Konukot tíu ára afmæli sínu. Athvarfið er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík og Reykjavíkurborg og var sett á laggirnar vegna þess að úrræði skorti fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda. Fréttablaðið kíkti í heimsókn og kynnti sér starfssemina. 10. desember 2014 09:45