Þörfin fyrir heimilislækna Bjarni Jónsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni. Þurfa ekki sífellt að bera sig upp við nýja lækna með mein sín, áhyggjur eða við heilsufarseftirlit. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt. Bið eftir heimilislækni Það er því óásættanlegt að víða tekur mjög langan tíma að komast að hjá heimilislækni, látum þá vera föstum heimilislækni og sum virðast falla alveg á milli og mæta afgangi ef fast heimilisfesti þeirra er annað en aðsetur. Það er til að mynda staða sem margir námsmenn af landsbyggðinni finna sig í sem hafa sótt í nám á höfuðborgarsvæðinu. Það á einnig við aðra sem eru tímabundið staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru ótaldir þeir staðir á landinu eins og á Snæfellsnesi þar sem ekki er tryggt að læknar séu til staðar alla daga vikunnar eða vetrarfærð hamlar farands þjónustu. Læknaskortur Í grunninn er staðan sú að það er skortur á heimilislæknum. Of fáir leggja fyrir sig sérnám í heimilislækningum. Til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækningum á Íslandi er brýnt að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Atriði sem heimilislæknir þarf að hafa þekkingu á er að greina og þekkja viðeigandi úrræði, svo sem að veita úrlausn á staðnum, eða vísa áfram til frekara mats og taka þátt í eftirliti og áframhaldandi meðferð eftir það. Á mörgum stöðum á landsbyggðinni þarf heimilislæknir auk þess stundum að meðhöndla sjúklinga sem við aðrar aðstæður eru lagðir inn á sjúkrahús eða vísað til sérgreinalæknis. Að sinna heimilislækningum á landsbyggðinni getur því verið sérstaklega krefjandi og við það bætist lítt fjölskylduvænt vaktakerfi og stífar bakvaktir. Breyttar áherslur Við þurfum að breyta áherslum í læknanámi þar sem aukin áhersla verði á heimilislækningar og þær fjölbreyttu áskoranir sem læknisþjónusta á landsbyggðinni bíður upp á. Hér þarf Landspítali háskólasjúkrahús taka frumkvæði, Sjúkrahúsið á Akureyri að fá aukið hlutverk. Lausnin er ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi og aukinn einkarekstur. Við þurfum að gera það eftirsóknarverðara að sækja sérfræðinám í heimilislækningum og starfa sem heimilislæknar. Höfundur er þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni. Þurfa ekki sífellt að bera sig upp við nýja lækna með mein sín, áhyggjur eða við heilsufarseftirlit. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt. Bið eftir heimilislækni Það er því óásættanlegt að víða tekur mjög langan tíma að komast að hjá heimilislækni, látum þá vera föstum heimilislækni og sum virðast falla alveg á milli og mæta afgangi ef fast heimilisfesti þeirra er annað en aðsetur. Það er til að mynda staða sem margir námsmenn af landsbyggðinni finna sig í sem hafa sótt í nám á höfuðborgarsvæðinu. Það á einnig við aðra sem eru tímabundið staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru ótaldir þeir staðir á landinu eins og á Snæfellsnesi þar sem ekki er tryggt að læknar séu til staðar alla daga vikunnar eða vetrarfærð hamlar farands þjónustu. Læknaskortur Í grunninn er staðan sú að það er skortur á heimilislæknum. Of fáir leggja fyrir sig sérnám í heimilislækningum. Til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækningum á Íslandi er brýnt að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Atriði sem heimilislæknir þarf að hafa þekkingu á er að greina og þekkja viðeigandi úrræði, svo sem að veita úrlausn á staðnum, eða vísa áfram til frekara mats og taka þátt í eftirliti og áframhaldandi meðferð eftir það. Á mörgum stöðum á landsbyggðinni þarf heimilislæknir auk þess stundum að meðhöndla sjúklinga sem við aðrar aðstæður eru lagðir inn á sjúkrahús eða vísað til sérgreinalæknis. Að sinna heimilislækningum á landsbyggðinni getur því verið sérstaklega krefjandi og við það bætist lítt fjölskylduvænt vaktakerfi og stífar bakvaktir. Breyttar áherslur Við þurfum að breyta áherslum í læknanámi þar sem aukin áhersla verði á heimilislækningar og þær fjölbreyttu áskoranir sem læknisþjónusta á landsbyggðinni bíður upp á. Hér þarf Landspítali háskólasjúkrahús taka frumkvæði, Sjúkrahúsið á Akureyri að fá aukið hlutverk. Lausnin er ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi og aukinn einkarekstur. Við þurfum að gera það eftirsóknarverðara að sækja sérfræðinám í heimilislækningum og starfa sem heimilislæknar. Höfundur er þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun