McIlroy í baráttunni þrátt fyrir yfirvonandi skilnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2024 22:36 Xander Schauffele leiðir að loknum fyrsta hring á PGA-meistaramótinu. Patrick Smith/Getty Images Xander Schauffele leiðir eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á Valhalla-golfvellinum í Louisville. Rory McIlroy er í toppbaráttunni þrátt fyrir þær fregnir að hann sé að skilja við konu sína. Schauffele lék manna best á fyrsta hring mótsins en hann lék fyrstu 18 holur mótsins á samtals 9 höggum undir pari. Frábær árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem hefur unnið sjö mót á ferlinum til þessa og er sem stendur í 3. sæti heimslistans í golfi. It was a record-setting day for Xander Schauffele as he shot 62 in the first round of the 2024 PGA Championship!— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2024 Samlandar hans Sahith Theegala og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á sex höggum undir pari en hvorugur er á topp 10 lista PGA-mótaraðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi dampi á morgun. Þar á eftir kemur Norður-Írinn Rory og hinn lítt þekkti Robert MacIntyre frá Skotlandi en sá situr í 84. sæti PGA-listans. Rory hefur einokað fyrirsagnirnar í aðdraganda mótsins en eins og Vísir greindi frá er hann nýbúinn að sækja skilnað frá eiginkonu sinni Ericu Stoll. Hann neitaði þó að svara spurningum um skilnaðinn á blaðamannafundi fyrir keppni dagsins. Norður-Írinn vann síðasa PGA-mótið sem fram fór á Valhalla-vellinum en það var fyrir áratug síðan. Hann vonast án efa til að endurtaka leikinn í ár. Annar dagar PGA-meistaramótsins hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Schauffele lék manna best á fyrsta hring mótsins en hann lék fyrstu 18 holur mótsins á samtals 9 höggum undir pari. Frábær árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem hefur unnið sjö mót á ferlinum til þessa og er sem stendur í 3. sæti heimslistans í golfi. It was a record-setting day for Xander Schauffele as he shot 62 in the first round of the 2024 PGA Championship!— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2024 Samlandar hans Sahith Theegala og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á sex höggum undir pari en hvorugur er á topp 10 lista PGA-mótaraðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi dampi á morgun. Þar á eftir kemur Norður-Írinn Rory og hinn lítt þekkti Robert MacIntyre frá Skotlandi en sá situr í 84. sæti PGA-listans. Rory hefur einokað fyrirsagnirnar í aðdraganda mótsins en eins og Vísir greindi frá er hann nýbúinn að sækja skilnað frá eiginkonu sinni Ericu Stoll. Hann neitaði þó að svara spurningum um skilnaðinn á blaðamannafundi fyrir keppni dagsins. Norður-Írinn vann síðasa PGA-mótið sem fram fór á Valhalla-vellinum en það var fyrir áratug síðan. Hann vonast án efa til að endurtaka leikinn í ár. Annar dagar PGA-meistaramótsins hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira