Snorri Barón um Söru: „Ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika undanfarin ár. @SARASIGMUNDS Sara Sigmundsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili og missir því af fjórðu heimsleikunum í röð. Umboðsmaður hennar Snorri Barón Jónsson sendir sinni konu stuðning og segir nánar frá því sem ein besta CrossFit kona Íslands hefur þurft að ganga í gegnum síðustu árin. Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð