Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. maí 2024 08:36 Alice Guo hefur verið á milli tannanna á fólki í Filippseyjum undanfarið vegna meintra tengsla hennar við mansalsstarfsemi og spurninga um uppruna hennar. Bæjarstjórn Bamban Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar. Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar.
Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira