Glæsilegt fuglasafn í veiðihúsinu við Hítará Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2024 21:04 Reynir Þrastarson, sem er leigutaki í Hítará í Borgarbyggð, segir fuglasafnið alltaf vekja mikla athygli gesta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta fuglasafn landsins í einkaeigu er í veiðihúsinu við Hítará á Mýrum í Borgarbyggð, en þar má sjá fjölbreytt úrval af allskonar uppstoppuðum fuglum, meðal annars Geirfugl. Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins þar sem veiðihúsið Lundur stendur en Jóhannes á Borg eins og hann var alltaf kallaður byggði húsið á árbakkanum. Í húsinu er glæsilegt fuglasafn, sem Jóhannes átti en hann lést 1968. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu. „Þetta fuglasafn er frá Jóhannesi á Borg en hann safnaði þessum fuglum í áraraðir þegar hann var leigutaki hér í Hítará frá 1940 til 1965. Félagi hans, Kristján uppstoppari á Akureyri stoppaði megnið af þessu upp fyrir Jóhannes,” segir Reynir Þrastarson, leigutaki í Hítará. Fuglasafn Jóhannesar á Borg í veiðihúsinu í Hítará er glæsilegt í alla staði og er líklega stærsta einkasafn sinnar tegundar á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið er allt hið glæsilegasta. „Já, þetta er eitt stærsta fuglasafn í einkaeigu á Íslandi held ég. Og núna á veiðifélagið safnið eftir að það keypti húsið af Jóhannesi og hefur haldið þessu nokkuð vel við og til dæmis með þennan Geirfugl, sem er hér á bak við þig, sem er gervi, hann vekur alltaf mikla athygli en því miður höfum við ekki pláss fyrir Haförninn, sem er úti í öðru húsi,” segir Reynir. Geirfuglinn á safninu vekur alltaf mikla athygli gesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að fólk hafi alltaf jafn gaman af því að skoða fuglasafnið og það geti varið löngum tíma í að virða fuglana fyrir sig og njóta þess að berja þá augum. En getum fólk komið og skoðað eða er þetta bara fyrir ykkar viðskiptavini? „Já þetta er í rauninni bara fyrir okkar viðskiptavini og er bara hluti af þessari umgjörð, sem er í Hítará. Fólk verður kjaftstopp þegar það sér safnið, það er bara þannig,” segir Reynir. Það er alltaf eitthvað um hópa, sem koma á Hítará og fá þá skemmtilega frásögn frá Reyni um staðinn og fuglasafnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú styttist óðum í að veiðin hefjist í Hítará. „Já, það er um mánuður en við byrjum 17. júní og það verður mikill spenningur þegar það gerist og alltaf gaman. Það er allt uppselt og bókað hjá okkur í sumar”, segir Reynir að lokum. Veiði hefst í Hítará 17. júní og er búið að selja öll leyfi í ána í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Fuglar Lax Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins þar sem veiðihúsið Lundur stendur en Jóhannes á Borg eins og hann var alltaf kallaður byggði húsið á árbakkanum. Í húsinu er glæsilegt fuglasafn, sem Jóhannes átti en hann lést 1968. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu. „Þetta fuglasafn er frá Jóhannesi á Borg en hann safnaði þessum fuglum í áraraðir þegar hann var leigutaki hér í Hítará frá 1940 til 1965. Félagi hans, Kristján uppstoppari á Akureyri stoppaði megnið af þessu upp fyrir Jóhannes,” segir Reynir Þrastarson, leigutaki í Hítará. Fuglasafn Jóhannesar á Borg í veiðihúsinu í Hítará er glæsilegt í alla staði og er líklega stærsta einkasafn sinnar tegundar á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið er allt hið glæsilegasta. „Já, þetta er eitt stærsta fuglasafn í einkaeigu á Íslandi held ég. Og núna á veiðifélagið safnið eftir að það keypti húsið af Jóhannesi og hefur haldið þessu nokkuð vel við og til dæmis með þennan Geirfugl, sem er hér á bak við þig, sem er gervi, hann vekur alltaf mikla athygli en því miður höfum við ekki pláss fyrir Haförninn, sem er úti í öðru húsi,” segir Reynir. Geirfuglinn á safninu vekur alltaf mikla athygli gesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að fólk hafi alltaf jafn gaman af því að skoða fuglasafnið og það geti varið löngum tíma í að virða fuglana fyrir sig og njóta þess að berja þá augum. En getum fólk komið og skoðað eða er þetta bara fyrir ykkar viðskiptavini? „Já þetta er í rauninni bara fyrir okkar viðskiptavini og er bara hluti af þessari umgjörð, sem er í Hítará. Fólk verður kjaftstopp þegar það sér safnið, það er bara þannig,” segir Reynir. Það er alltaf eitthvað um hópa, sem koma á Hítará og fá þá skemmtilega frásögn frá Reyni um staðinn og fuglasafnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú styttist óðum í að veiðin hefjist í Hítará. „Já, það er um mánuður en við byrjum 17. júní og það verður mikill spenningur þegar það gerist og alltaf gaman. Það er allt uppselt og bókað hjá okkur í sumar”, segir Reynir að lokum. Veiði hefst í Hítará 17. júní og er búið að selja öll leyfi í ána í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Fuglar Lax Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira