Endurkoma í lagi hjá BKG og elleftu heimsleikarnir í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 09:31 Björgvin Karl Guðmundsson verður með á elleftu heimsleikunum i röð. @CrossFitGames Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í CrossFit en hann var að ná þessum frábæra árangri ellefta árið í röð. Hann verður eini Íslendingurinn þetta árið sem keppir um heimsmeistaratitil karla eða kvenna. Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024 CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024
CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð