Endurkoma í lagi hjá BKG og elleftu heimsleikarnir í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 09:31 Björgvin Karl Guðmundsson verður með á elleftu heimsleikunum i röð. @CrossFitGames Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í CrossFit en hann var að ná þessum frábæra árangri ellefta árið í röð. Hann verður eini Íslendingurinn þetta árið sem keppir um heimsmeistaratitil karla eða kvenna. Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024 CrossFit Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024
CrossFit Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira