Tel að ég geti hjálpað liðinu að ná í fleiri sigra Kári Mímisson skrifar 20. maí 2024 20:01 Aron Sigurðarson fagnar marki sínu af innlifun. Vísir/Anton Brink Aron Sigurðarson, leikmaður KR, var að vonum ánægður með sigur liðsins gegn FH þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax að leik loknum. Aron kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik en það var hans fyrsta mark fyrir KR í deildinni. „Það er gott að vinna og gott að finna sigurtilfinninguna aftur. Þeir lágu á okkur eiginlega allan seinni hálfleikinn og mikið hrós á alla strákanna að ná að halda þetta út. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður og sigurtilfinningin er góð og hún nærir okkur.“ Sagði Aron þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir sigurinn. Aron varð fyrir því óláni að meiðast í fyrsta leik KR gegn Fylki en hefur verið að koma til baka og byrjaði svo loksins í kvöld. Spurður út í hver staðan sé á honum segist hann allur vera að koma til og að hann telji sig geta hjálpað liðinu að vinna fleiri leiki. „Þetta eru núna komnir þrír leikir hjá mér á stuttum tíma, tveir þar sem ég hef komið inn á og svo þessi. Það er gott að fá leiki, gott að komast sem fyrst í leikform og ná að njóta þess að spila. Ég tel að ég geti hjálpað liðinu að ná í fleiri sigra en núna er bara spennandi að sjá hvort að við komum inn í næsta leik með gömlu góðu 80 prósentin sem við höfðum mæt með í síðustu fimm leiki á undan þessum. Þannig að þetta er flottur sigur en við verðum að átta okkur á því hvað gaf okkur þennan sigur og það er það að við lögðum allt í leikinn og það verður að vera það sama á móti Vestra í næstu viku.“ Leikurinn í dag var ansi kaflaskiptur. Eftir bragðdaufar upphafs mínútur tóku KR-ingar öll völd á vellinum en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem réðu lögum og lofum. Aron hrósar Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, fyrir það hvernig hann brást við í hálfleik. „FH er auðvitað með gott lið en mér fannst við vera yfir allan fyrri hálfleikinn en síðan taka þeir bara seinni hálfleikinn. Þeir eru með klókan þjálfara sem augljóslega breytti einhverju í seinni hálfleik þar sem að þeir komu mjög sterkir inn. Kannski er það líka automatískt hjá okkur að fara að verja einhverja forystu en eins og ég segi þá var það mjög sterkt hjá okkur að ná að halda þetta út því að þeir lögðu mikið á okkur í seinni hálfleik.“ Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Það er gott að vinna og gott að finna sigurtilfinninguna aftur. Þeir lágu á okkur eiginlega allan seinni hálfleikinn og mikið hrós á alla strákanna að ná að halda þetta út. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður og sigurtilfinningin er góð og hún nærir okkur.“ Sagði Aron þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir sigurinn. Aron varð fyrir því óláni að meiðast í fyrsta leik KR gegn Fylki en hefur verið að koma til baka og byrjaði svo loksins í kvöld. Spurður út í hver staðan sé á honum segist hann allur vera að koma til og að hann telji sig geta hjálpað liðinu að vinna fleiri leiki. „Þetta eru núna komnir þrír leikir hjá mér á stuttum tíma, tveir þar sem ég hef komið inn á og svo þessi. Það er gott að fá leiki, gott að komast sem fyrst í leikform og ná að njóta þess að spila. Ég tel að ég geti hjálpað liðinu að ná í fleiri sigra en núna er bara spennandi að sjá hvort að við komum inn í næsta leik með gömlu góðu 80 prósentin sem við höfðum mæt með í síðustu fimm leiki á undan þessum. Þannig að þetta er flottur sigur en við verðum að átta okkur á því hvað gaf okkur þennan sigur og það er það að við lögðum allt í leikinn og það verður að vera það sama á móti Vestra í næstu viku.“ Leikurinn í dag var ansi kaflaskiptur. Eftir bragðdaufar upphafs mínútur tóku KR-ingar öll völd á vellinum en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem réðu lögum og lofum. Aron hrósar Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, fyrir það hvernig hann brást við í hálfleik. „FH er auðvitað með gott lið en mér fannst við vera yfir allan fyrri hálfleikinn en síðan taka þeir bara seinni hálfleikinn. Þeir eru með klókan þjálfara sem augljóslega breytti einhverju í seinni hálfleik þar sem að þeir komu mjög sterkir inn. Kannski er það líka automatískt hjá okkur að fara að verja einhverja forystu en eins og ég segi þá var það mjög sterkt hjá okkur að ná að halda þetta út því að þeir lögðu mikið á okkur í seinni hálfleik.“
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira