Anníe Mist: Hver veit hvar ég verð eftir eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttur með nýfæddum syni sínum en mætt í lyftingasalinn til að æfa. @anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttur verður sárt saknað á heimsleikunum í ár enda ein vinsælasta CrossFit kona heims. Fáum við aðra endurkomu hjá goðsögninni eftir barneignarfrí? Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Sjá meira
Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Sjá meira