Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2024 13:38 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins. Drög að frumvarpinu hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir að slík skylda feli í sér tvo kosti. Annars vegar skyldu til að greiða fjárframlag til Kvikmyndasjóðs, sem nemi að hámarki fimm prósent af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitunnar á Íslandi á ársgrundvelli. Hins vegar skyldu til að fjárfesta með beinum hætti í framleiðslu í innlendu hljóð- og myndefni, í skilningi laganna, fyrir fimm prósent af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitunnar á Íslandi á ársgrundvelli. Heimilt verður að skipta kostnaði við beina fjárfestingu í þrennt, dreifa honum á þriggja ára tímabil og uppfylla skilyrðin þannig öll þrjú árin. Hafi haft neikvæð áhrif undanfarin ár Fram kemur í drögunum í samráðsgátt að stærstu einkareknu innlendu streymisveiturnar hér á landi séu Stöð 2+ í eigu Sýnar og Sjónvarp Símans Premium, í eigu Símans. Erlendar streymisveitur með starfsemi hér á landi eru Netflix, Disney+, Viaplay og Amazon Prime Video. Á síðustu árum hafi samkeppni við alþjóðlegar streymisveitur og samfélagsmiðla haft neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla, sem komi niður á framleiðslu innlends efnis og veiki þar með stöðu íslenskrar tungu. Markmið frumvarpsins sé að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni sem sé að meginhluta á íslensku eða með aðra íslenska skírskotun. Að baki því markmiði búa sjónarmið um lögmæta almannahagsmuni, þar með talin menningarlega og tungumálalega fjölbreytni. Frumvarpið sé liður í því að því að jafna samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla gagnvart erlendum streymisveitum, auk þess sem aukin fjárfesting í framleiðslu á innlendu efni kunni að leiða til fleiri atvinnutækifæra fagfólks sem starfar við sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu hér á landi. Fjölmiðlanefnd hafi umsjón með framkvæmd Lagt er til að skylda til greiðslu menningarframlags nái ekki til streymisveitna með litla veltu eða fáa notendur, Ríkisútvarpsins ohf. eða sambærilegra almannaþjónustufjölmiðla og ekki til streymisveitna sem bjóða ekki upp á kvikmyndir, leikna sjónvarpsþætti og heimildamyndir. Þá nær skyldan ekki til svokallaðra mynddeiliveitna (e. video sharing platforms). Lagt er til að fjölmiðlanefnd geti, að beiðni streymisveitu, veitt undanþágu frá skyldu til greiðslu menningarframlags, þegar eðli eða innihald þjónustunnar gefur til kynna að skyldan sé óframkvæmanleg eða óraunhæf. Hafi streymisveitu, með staðfestu í íslenskri lögsögu, verið gert að greiða sambærilegt menningarframlag í öðru aðildarríki EES, sem hún beinir þjónustu sinni til, skal taka tillit til þess að hluta eða að öllu leyti, við ákvörðun menningarframlags. Lagt er til í drögunum að fjölmiðlanefnd hafi umsjón með framkvæmd og annist umsýslu vegna innheimtu menningarframlags og að Kvikmyndamiðstöð Íslands taki við greiðslum og annist umsýslu með úthlutun úr Kvikmyndasjóði. Greiðslur renni í tiltekinn styrktarflokk sjóðsins og úthlutað verði úr sjóðnum án mismununar. Þá er lagt til að í frumvarpinu að ákvarðanir fjölmiðlanefndar um upphæð og greiðslu menningarframlags verði kæranlegar til yfirskattanefndar, í samræmi við stjórnsýslulög og að kærufrestur verði þrjátíu dagar. Segir í drögunum að bein fjárfesting í framleiðslu á innlendu efni telst vera fjárfesting í framleiðslu, samframleiðslu og sýningarréttindum eða samsvarandi í nýjum kvikmyndum, sjónvarpsþáttaröðum eða heimildamyndum. Fjárfesting í sýningarréttindum eldri en þriggja ára telst ekki til beinnar fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni í skilningi frumvarpsins. Kostnaður við fréttir, útsendingar frá íþróttaviðburðum, leiki, auglýsingar, textavarpsþjónustu eða fjarkaup telst ekki til beinnar fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni í skilningi frumvarpsins. Segir ennfremur að innlent efni í skilningi frumvarpsins eru nýjar, evrópskar kvikmyndir, leiknir sjónvarpsþættir eða heimildaþættir sem hafa íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun, þar sem að lágmarki 75 prósent efnis sé á íslensku og efni uppfyllir þar að auki aðra af eftirfarandi kröfum: 50 prósent eða hærru hlutfall framleiðslukostnaðar sé greitt á Íslandi eða 50 prósent eða hærra hlutfall af upptökum viðkomandi myndefnis fari fram á Íslandi. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Netflix Disney Skattar og tollar Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Drög að frumvarpinu hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir að slík skylda feli í sér tvo kosti. Annars vegar skyldu til að greiða fjárframlag til Kvikmyndasjóðs, sem nemi að hámarki fimm prósent af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitunnar á Íslandi á ársgrundvelli. Hins vegar skyldu til að fjárfesta með beinum hætti í framleiðslu í innlendu hljóð- og myndefni, í skilningi laganna, fyrir fimm prósent af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitunnar á Íslandi á ársgrundvelli. Heimilt verður að skipta kostnaði við beina fjárfestingu í þrennt, dreifa honum á þriggja ára tímabil og uppfylla skilyrðin þannig öll þrjú árin. Hafi haft neikvæð áhrif undanfarin ár Fram kemur í drögunum í samráðsgátt að stærstu einkareknu innlendu streymisveiturnar hér á landi séu Stöð 2+ í eigu Sýnar og Sjónvarp Símans Premium, í eigu Símans. Erlendar streymisveitur með starfsemi hér á landi eru Netflix, Disney+, Viaplay og Amazon Prime Video. Á síðustu árum hafi samkeppni við alþjóðlegar streymisveitur og samfélagsmiðla haft neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla, sem komi niður á framleiðslu innlends efnis og veiki þar með stöðu íslenskrar tungu. Markmið frumvarpsins sé að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni sem sé að meginhluta á íslensku eða með aðra íslenska skírskotun. Að baki því markmiði búa sjónarmið um lögmæta almannahagsmuni, þar með talin menningarlega og tungumálalega fjölbreytni. Frumvarpið sé liður í því að því að jafna samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla gagnvart erlendum streymisveitum, auk þess sem aukin fjárfesting í framleiðslu á innlendu efni kunni að leiða til fleiri atvinnutækifæra fagfólks sem starfar við sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu hér á landi. Fjölmiðlanefnd hafi umsjón með framkvæmd Lagt er til að skylda til greiðslu menningarframlags nái ekki til streymisveitna með litla veltu eða fáa notendur, Ríkisútvarpsins ohf. eða sambærilegra almannaþjónustufjölmiðla og ekki til streymisveitna sem bjóða ekki upp á kvikmyndir, leikna sjónvarpsþætti og heimildamyndir. Þá nær skyldan ekki til svokallaðra mynddeiliveitna (e. video sharing platforms). Lagt er til að fjölmiðlanefnd geti, að beiðni streymisveitu, veitt undanþágu frá skyldu til greiðslu menningarframlags, þegar eðli eða innihald þjónustunnar gefur til kynna að skyldan sé óframkvæmanleg eða óraunhæf. Hafi streymisveitu, með staðfestu í íslenskri lögsögu, verið gert að greiða sambærilegt menningarframlag í öðru aðildarríki EES, sem hún beinir þjónustu sinni til, skal taka tillit til þess að hluta eða að öllu leyti, við ákvörðun menningarframlags. Lagt er til í drögunum að fjölmiðlanefnd hafi umsjón með framkvæmd og annist umsýslu vegna innheimtu menningarframlags og að Kvikmyndamiðstöð Íslands taki við greiðslum og annist umsýslu með úthlutun úr Kvikmyndasjóði. Greiðslur renni í tiltekinn styrktarflokk sjóðsins og úthlutað verði úr sjóðnum án mismununar. Þá er lagt til að í frumvarpinu að ákvarðanir fjölmiðlanefndar um upphæð og greiðslu menningarframlags verði kæranlegar til yfirskattanefndar, í samræmi við stjórnsýslulög og að kærufrestur verði þrjátíu dagar. Segir í drögunum að bein fjárfesting í framleiðslu á innlendu efni telst vera fjárfesting í framleiðslu, samframleiðslu og sýningarréttindum eða samsvarandi í nýjum kvikmyndum, sjónvarpsþáttaröðum eða heimildamyndum. Fjárfesting í sýningarréttindum eldri en þriggja ára telst ekki til beinnar fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni í skilningi frumvarpsins. Kostnaður við fréttir, útsendingar frá íþróttaviðburðum, leiki, auglýsingar, textavarpsþjónustu eða fjarkaup telst ekki til beinnar fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni í skilningi frumvarpsins. Segir ennfremur að innlent efni í skilningi frumvarpsins eru nýjar, evrópskar kvikmyndir, leiknir sjónvarpsþættir eða heimildaþættir sem hafa íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun, þar sem að lágmarki 75 prósent efnis sé á íslensku og efni uppfyllir þar að auki aðra af eftirfarandi kröfum: 50 prósent eða hærru hlutfall framleiðslukostnaðar sé greitt á Íslandi eða 50 prósent eða hærra hlutfall af upptökum viðkomandi myndefnis fari fram á Íslandi.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Netflix Disney Skattar og tollar Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira