Sýnileiki og styrkur þjóðar Ásdís Þórhallsdóttir skrifar 24. maí 2024 10:01 Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun