Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2024 15:52 Það að Bjarni hafi ferðast með farþegaflugvél vekur athygli fjölmiðla Kenía sem hafa fjallað um rándýra ferð eigin forseta til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm/Getty Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto. „Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía. Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
„Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía.
Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira