Á Hlemmiskeiði á Suðurlandi má segja að þau stundi afar tilraunakenndan búskap.
Fjallað var um þau í síðasta þætti af Sveitarómantík en þau una sér val á bænum.
Ævar fór yfir það í þættinum hvernig hann ákvað að nefna stærstu nautin í höfuðið á þekktum íslenskum röppurum
„Þetta er Birnir hérna, þetta ár Flóni og þetta er síðan Bent,“ segir Ævar og heldur áfram.
„Hann Bent er alltaf með eitthvað smá vesen. Ég er smeykur við það að snúa í hann baki.“
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.