Viðskipti innlent

Bein út­sending: Efna­hags­ráð­stefna í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Opnunarerindi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, hefst klukkan 8:30.
Opnunarerindi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, hefst klukkan 8:30. Vísir/Vilhelm

Ráðstefnan Reykjavík Economic Conference um hagstjórn í litlum og opnum hagkerfum fer fram í dag og á morgun.

Hluti ráðstefnunnar er í opnu streymi og verður hægt að fylgjast með í opnu streymi í spilurum að neðan.

Þau erindi sem verða í opnu streymi eru opnunarerindi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og svo erindi sem haldin eru af Tobias Adrian, framkvæmdastjóra hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Christopher J. Waller, sem er einn af seðlabankastjórum í Bandaríkjunum, hjá Federal Reserve System.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri: Opnunarerindi klukkan 08:30-09:00, 23. maí 2024:

Tobias Adrian, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, klukkan 09:00-09:30, 23. maí 2024 (Heiti erindis: New Perspectives on Quantitative Easing and Central Bank Capital Policies)

Christopher J. Waller, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, klukkan 13:35-14:15, 24. maí 2024.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×