Handgerðir leirpottar fyrir kröfuharða kaupendur Kretakotta 24. maí 2024 09:47 Kretakotta leirpottarnir koma frá bænum Thrapsano á Krít og eru unnir úr sérvöldum jarðleir með „lifandi“ yfirborði. Hjónin Kristín Jónsdóttir og Rafn E Magnusson heilluðust af pottunum þegar þau bjuggu í Svíþjóð og selja þá núna í nokkrum verslunum Blómavals. Hjónin Kristín Jónsdóttir og Rafn E Magnusson heilluðust af keramik pottunum frá Kretakotta þegar þau bjuggu í Svíþjóð. Pottarnir koma frá bænum Thrapsano á Krít og eru unnir úr sérvöldum jarðleir með „lifandi“ yfirborði sem veðrast og þroskast og verður því fallegra með tímanum. „Hvert einasta stykki er handgert og eru gasofnar notaðir til að tryggja brennslu við hærra og jafnara hitastig,“ segir Kristín. „Pottarnir eiga að þola frost og veðrabreytingar með réttum undirbúningi og meðhöndlun og hafa reynst betur en steinleirspottar vegna þess að þeir anda. Það tryggir góða veðrun og að rótarkerfi plantnanna fá nægjanlegt súrefni.“ Kretakotta vörurnar henta því kröfuhörðum kaupendum sem vilja potta og ker sem þola íslenska veðráttu og geta staðið utandyra allan ársins hring án þess að skemmast eða verða sjúskaðir. Sjálf eiga hjónin haug af pottum, kerjum og skálum sem þau hafa haft úti síðustu tvo vetur og sér ekki á þeim. „Við byrjuðum á að taka inn tvö bretti í fyrra með nokkrum sýnishornum sem við höfum verið að selja í gegnum heimasíðuna okkar,“ segir Rafn. „Fyrir stuttu síðan tókum við á móti fyrsta heila gámnum beint frá framleiðandanum. Planið er að selja sem mest í gegnum endursöluaðila sem geta haft vörur Kretakotta á boðstólum sem hluta af vöruúrvali sínu. Í dag má finna vörur Kretakotta í verslunum Blómavals við Skútuvog, Akureyri, Selfossi, Ísafirði og Egilsstöðum.“ Megnið af vöruframboði Kretakotta verður í boði í verslunum Blómavals að þeirra sögn en utan þess verða nokkrar sérvaldar vörur, bæði pottar og ker, eingöngu fáanlegir á kretakotta.is en boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Hjónin kynntust keramik pottunum fyrst hjá nágranna sínum í Uppsala sem hafði flutt þá inn frá Krít í meira en áratug. „Umfangið jókst jafnt og þétt hjá honum og í dag flytur hann inn nokkra gáma á hverju ári til að metta sænska markaðinn,“ segir Kristín. „Við heilluðumst fljótlega af þessum vörum og sáum að keramik pottar af sambærilegum gæðum voru ekki til hér á landi. Því sjáum við mikil tækifæri í sölu þeirra til kröfuharðra viðskiptavina hérlendis.“ Þeim bauðst að vera söluaðili Kretakotta á Íslandi. „Við erum með einkarétt á Íslandi á pottunum en fyrirtækið vill aðeins hafa einn innflutningsaðila í hverju landi. Um er að ræða bæði potta og skálar með „hefðbundnu“ útliti, sem og skrautpotta og ker með allskonar mynstri og lögun,“ bætir Rafn við. Hægt er að kynna sér vöruúrvalið á kretakotta.is og á Facebook. Hús og heimili Garðyrkja Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Hvert einasta stykki er handgert og eru gasofnar notaðir til að tryggja brennslu við hærra og jafnara hitastig,“ segir Kristín. „Pottarnir eiga að þola frost og veðrabreytingar með réttum undirbúningi og meðhöndlun og hafa reynst betur en steinleirspottar vegna þess að þeir anda. Það tryggir góða veðrun og að rótarkerfi plantnanna fá nægjanlegt súrefni.“ Kretakotta vörurnar henta því kröfuhörðum kaupendum sem vilja potta og ker sem þola íslenska veðráttu og geta staðið utandyra allan ársins hring án þess að skemmast eða verða sjúskaðir. Sjálf eiga hjónin haug af pottum, kerjum og skálum sem þau hafa haft úti síðustu tvo vetur og sér ekki á þeim. „Við byrjuðum á að taka inn tvö bretti í fyrra með nokkrum sýnishornum sem við höfum verið að selja í gegnum heimasíðuna okkar,“ segir Rafn. „Fyrir stuttu síðan tókum við á móti fyrsta heila gámnum beint frá framleiðandanum. Planið er að selja sem mest í gegnum endursöluaðila sem geta haft vörur Kretakotta á boðstólum sem hluta af vöruúrvali sínu. Í dag má finna vörur Kretakotta í verslunum Blómavals við Skútuvog, Akureyri, Selfossi, Ísafirði og Egilsstöðum.“ Megnið af vöruframboði Kretakotta verður í boði í verslunum Blómavals að þeirra sögn en utan þess verða nokkrar sérvaldar vörur, bæði pottar og ker, eingöngu fáanlegir á kretakotta.is en boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Hjónin kynntust keramik pottunum fyrst hjá nágranna sínum í Uppsala sem hafði flutt þá inn frá Krít í meira en áratug. „Umfangið jókst jafnt og þétt hjá honum og í dag flytur hann inn nokkra gáma á hverju ári til að metta sænska markaðinn,“ segir Kristín. „Við heilluðumst fljótlega af þessum vörum og sáum að keramik pottar af sambærilegum gæðum voru ekki til hér á landi. Því sjáum við mikil tækifæri í sölu þeirra til kröfuharðra viðskiptavina hérlendis.“ Þeim bauðst að vera söluaðili Kretakotta á Íslandi. „Við erum með einkarétt á Íslandi á pottunum en fyrirtækið vill aðeins hafa einn innflutningsaðila í hverju landi. Um er að ræða bæði potta og skálar með „hefðbundnu“ útliti, sem og skrautpotta og ker með allskonar mynstri og lögun,“ bætir Rafn við. Hægt er að kynna sér vöruúrvalið á kretakotta.is og á Facebook.
Hús og heimili Garðyrkja Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira