Íslenskur körfubolti áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2024 19:11 Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari í karlaflokki. vísir/hulda margrét Sýn hf. og Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem tryggir að íslenskur körfubolti verður áfram í hávegum hafður á Stöð 2 Sport og öðrum miðlum Sýnar hf. Samningurinn tekur gildi að loknu núverandi keppnistímabili og er til næstu fimm ára. Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“ Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“
Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira