Nýkominn til baka eftir sjö mánaða bann en er samt í EM-æfingahóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2024 22:45 Nicolo Fagioli er farinn að spila aftur með Juventus og á möguleika á því að spila á EM í sumar. Getty/Emmanuele Ciancaglini Nicolo Fagioli á möguleika á að fara með ítalska landsliðinu á Evrópumótið í fótbolta í sumar þrátt fyrir að hafa misst úr sjö mánuði á leiktíðinni. Fagioli var valinn í æfingahóp Ítala nokkrum dögum eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik síðan í byrjun október. Fagioli lék með Juventus í 3-3 jafntefli á móti Bologna á mánudagskvöldið. Hann hafði þá nýlokið því að taka út sjö mánaða bann sitt fyrir að brjóta veðmálareglur. Hinn 23 ára gamli Fagioli spilaði sex leiki með Juventus áður en hann fór í bannið. Fagioli lék sinn fyrsta og eina landsleik á móti Albaníu í nóvember 2022. ❗Nicoló Fagioli's suspension officially ends. He's now available for the selection.Football is back! 🔥 pic.twitter.com/mdm0XfqcBd— Forza Juventus (@ForzaJuveEN) May 19, 2024 Riccardo Calafiori, varnarmaður Bologna, er nýliði í hópnum en hann hefur hjálpað félaginu að tryggja sér sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gianluca Scamacca, sem lék með Atalanta í 3-0 sigri á Bayer Leverkusen í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi, kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki með í leikjunum í mars. Landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti valdi þrjátíu leikmenn í æfingahóp sinn. Sex leikmenn frá Ítalíumeisturum Internazionale eru í hópnum en enginn frá AC Milan var valinn. Fjórir af þessum þrjátíu fara ekki með á mótið. Ítalir eru í riðli með Albaníu, Spáni og Króatíu á EM í Þýskalandi. Æfingahópur Ítala fyrir EM 2024: Markmenn: Gianluigi Donnarumma, Alex Meret, Ivan Provedel og Guglielmo Vicario. Varnarmenn: Francesco Acerbi, Alessandro Bastoni, Raoul Bellanova, Alessandro Buongiorno, Riccardo Calafiori, Andrea Cambiaso, Matteo Darmian, Giovanni Di Lorenzo, Federico Dimarco, Gianluca Mancini og Giorgio Scalvini. Miðjumenn: Nicolò Barella, Bryan Cristante, Nicolò Fagioli, Michael Folorunsho, Davide Frattesi, Jorginho, Lorenzo Pellegrini og Samuele Ricci. Framherjar: Federico Chiesa, Stephan El Shaarawy, Riccardo Orsolini, Giacomo Raspadori, Mateo Retegui, Gianluca Scamacca og Mattia Zaccagni. 🚨🇮🇹 OFFICIAL: Italy provisional squad for Euro 2024.4 players will be cut to make the final list.❗️ Nicolò Fagioli, back with the team. pic.twitter.com/hLbYxMP0KW— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Fagioli var valinn í æfingahóp Ítala nokkrum dögum eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik síðan í byrjun október. Fagioli lék með Juventus í 3-3 jafntefli á móti Bologna á mánudagskvöldið. Hann hafði þá nýlokið því að taka út sjö mánaða bann sitt fyrir að brjóta veðmálareglur. Hinn 23 ára gamli Fagioli spilaði sex leiki með Juventus áður en hann fór í bannið. Fagioli lék sinn fyrsta og eina landsleik á móti Albaníu í nóvember 2022. ❗Nicoló Fagioli's suspension officially ends. He's now available for the selection.Football is back! 🔥 pic.twitter.com/mdm0XfqcBd— Forza Juventus (@ForzaJuveEN) May 19, 2024 Riccardo Calafiori, varnarmaður Bologna, er nýliði í hópnum en hann hefur hjálpað félaginu að tryggja sér sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gianluca Scamacca, sem lék með Atalanta í 3-0 sigri á Bayer Leverkusen í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi, kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki með í leikjunum í mars. Landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti valdi þrjátíu leikmenn í æfingahóp sinn. Sex leikmenn frá Ítalíumeisturum Internazionale eru í hópnum en enginn frá AC Milan var valinn. Fjórir af þessum þrjátíu fara ekki með á mótið. Ítalir eru í riðli með Albaníu, Spáni og Króatíu á EM í Þýskalandi. Æfingahópur Ítala fyrir EM 2024: Markmenn: Gianluigi Donnarumma, Alex Meret, Ivan Provedel og Guglielmo Vicario. Varnarmenn: Francesco Acerbi, Alessandro Bastoni, Raoul Bellanova, Alessandro Buongiorno, Riccardo Calafiori, Andrea Cambiaso, Matteo Darmian, Giovanni Di Lorenzo, Federico Dimarco, Gianluca Mancini og Giorgio Scalvini. Miðjumenn: Nicolò Barella, Bryan Cristante, Nicolò Fagioli, Michael Folorunsho, Davide Frattesi, Jorginho, Lorenzo Pellegrini og Samuele Ricci. Framherjar: Federico Chiesa, Stephan El Shaarawy, Riccardo Orsolini, Giacomo Raspadori, Mateo Retegui, Gianluca Scamacca og Mattia Zaccagni. 🚨🇮🇹 OFFICIAL: Italy provisional squad for Euro 2024.4 players will be cut to make the final list.❗️ Nicolò Fagioli, back with the team. pic.twitter.com/hLbYxMP0KW— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2024
Æfingahópur Ítala fyrir EM 2024: Markmenn: Gianluigi Donnarumma, Alex Meret, Ivan Provedel og Guglielmo Vicario. Varnarmenn: Francesco Acerbi, Alessandro Bastoni, Raoul Bellanova, Alessandro Buongiorno, Riccardo Calafiori, Andrea Cambiaso, Matteo Darmian, Giovanni Di Lorenzo, Federico Dimarco, Gianluca Mancini og Giorgio Scalvini. Miðjumenn: Nicolò Barella, Bryan Cristante, Nicolò Fagioli, Michael Folorunsho, Davide Frattesi, Jorginho, Lorenzo Pellegrini og Samuele Ricci. Framherjar: Federico Chiesa, Stephan El Shaarawy, Riccardo Orsolini, Giacomo Raspadori, Mateo Retegui, Gianluca Scamacca og Mattia Zaccagni.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira