Nýkominn til baka eftir sjö mánaða bann en er samt í EM-æfingahóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2024 22:45 Nicolo Fagioli er farinn að spila aftur með Juventus og á möguleika á því að spila á EM í sumar. Getty/Emmanuele Ciancaglini Nicolo Fagioli á möguleika á að fara með ítalska landsliðinu á Evrópumótið í fótbolta í sumar þrátt fyrir að hafa misst úr sjö mánuði á leiktíðinni. Fagioli var valinn í æfingahóp Ítala nokkrum dögum eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik síðan í byrjun október. Fagioli lék með Juventus í 3-3 jafntefli á móti Bologna á mánudagskvöldið. Hann hafði þá nýlokið því að taka út sjö mánaða bann sitt fyrir að brjóta veðmálareglur. Hinn 23 ára gamli Fagioli spilaði sex leiki með Juventus áður en hann fór í bannið. Fagioli lék sinn fyrsta og eina landsleik á móti Albaníu í nóvember 2022. ❗Nicoló Fagioli's suspension officially ends. He's now available for the selection.Football is back! 🔥 pic.twitter.com/mdm0XfqcBd— Forza Juventus (@ForzaJuveEN) May 19, 2024 Riccardo Calafiori, varnarmaður Bologna, er nýliði í hópnum en hann hefur hjálpað félaginu að tryggja sér sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gianluca Scamacca, sem lék með Atalanta í 3-0 sigri á Bayer Leverkusen í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi, kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki með í leikjunum í mars. Landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti valdi þrjátíu leikmenn í æfingahóp sinn. Sex leikmenn frá Ítalíumeisturum Internazionale eru í hópnum en enginn frá AC Milan var valinn. Fjórir af þessum þrjátíu fara ekki með á mótið. Ítalir eru í riðli með Albaníu, Spáni og Króatíu á EM í Þýskalandi. Æfingahópur Ítala fyrir EM 2024: Markmenn: Gianluigi Donnarumma, Alex Meret, Ivan Provedel og Guglielmo Vicario. Varnarmenn: Francesco Acerbi, Alessandro Bastoni, Raoul Bellanova, Alessandro Buongiorno, Riccardo Calafiori, Andrea Cambiaso, Matteo Darmian, Giovanni Di Lorenzo, Federico Dimarco, Gianluca Mancini og Giorgio Scalvini. Miðjumenn: Nicolò Barella, Bryan Cristante, Nicolò Fagioli, Michael Folorunsho, Davide Frattesi, Jorginho, Lorenzo Pellegrini og Samuele Ricci. Framherjar: Federico Chiesa, Stephan El Shaarawy, Riccardo Orsolini, Giacomo Raspadori, Mateo Retegui, Gianluca Scamacca og Mattia Zaccagni. 🚨🇮🇹 OFFICIAL: Italy provisional squad for Euro 2024.4 players will be cut to make the final list.❗️ Nicolò Fagioli, back with the team. pic.twitter.com/hLbYxMP0KW— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira
Fagioli var valinn í æfingahóp Ítala nokkrum dögum eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik síðan í byrjun október. Fagioli lék með Juventus í 3-3 jafntefli á móti Bologna á mánudagskvöldið. Hann hafði þá nýlokið því að taka út sjö mánaða bann sitt fyrir að brjóta veðmálareglur. Hinn 23 ára gamli Fagioli spilaði sex leiki með Juventus áður en hann fór í bannið. Fagioli lék sinn fyrsta og eina landsleik á móti Albaníu í nóvember 2022. ❗Nicoló Fagioli's suspension officially ends. He's now available for the selection.Football is back! 🔥 pic.twitter.com/mdm0XfqcBd— Forza Juventus (@ForzaJuveEN) May 19, 2024 Riccardo Calafiori, varnarmaður Bologna, er nýliði í hópnum en hann hefur hjálpað félaginu að tryggja sér sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gianluca Scamacca, sem lék með Atalanta í 3-0 sigri á Bayer Leverkusen í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi, kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki með í leikjunum í mars. Landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti valdi þrjátíu leikmenn í æfingahóp sinn. Sex leikmenn frá Ítalíumeisturum Internazionale eru í hópnum en enginn frá AC Milan var valinn. Fjórir af þessum þrjátíu fara ekki með á mótið. Ítalir eru í riðli með Albaníu, Spáni og Króatíu á EM í Þýskalandi. Æfingahópur Ítala fyrir EM 2024: Markmenn: Gianluigi Donnarumma, Alex Meret, Ivan Provedel og Guglielmo Vicario. Varnarmenn: Francesco Acerbi, Alessandro Bastoni, Raoul Bellanova, Alessandro Buongiorno, Riccardo Calafiori, Andrea Cambiaso, Matteo Darmian, Giovanni Di Lorenzo, Federico Dimarco, Gianluca Mancini og Giorgio Scalvini. Miðjumenn: Nicolò Barella, Bryan Cristante, Nicolò Fagioli, Michael Folorunsho, Davide Frattesi, Jorginho, Lorenzo Pellegrini og Samuele Ricci. Framherjar: Federico Chiesa, Stephan El Shaarawy, Riccardo Orsolini, Giacomo Raspadori, Mateo Retegui, Gianluca Scamacca og Mattia Zaccagni. 🚨🇮🇹 OFFICIAL: Italy provisional squad for Euro 2024.4 players will be cut to make the final list.❗️ Nicolò Fagioli, back with the team. pic.twitter.com/hLbYxMP0KW— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2024
Æfingahópur Ítala fyrir EM 2024: Markmenn: Gianluigi Donnarumma, Alex Meret, Ivan Provedel og Guglielmo Vicario. Varnarmenn: Francesco Acerbi, Alessandro Bastoni, Raoul Bellanova, Alessandro Buongiorno, Riccardo Calafiori, Andrea Cambiaso, Matteo Darmian, Giovanni Di Lorenzo, Federico Dimarco, Gianluca Mancini og Giorgio Scalvini. Miðjumenn: Nicolò Barella, Bryan Cristante, Nicolò Fagioli, Michael Folorunsho, Davide Frattesi, Jorginho, Lorenzo Pellegrini og Samuele Ricci. Framherjar: Federico Chiesa, Stephan El Shaarawy, Riccardo Orsolini, Giacomo Raspadori, Mateo Retegui, Gianluca Scamacca og Mattia Zaccagni.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira