Tileinkar látnum vini sínum sögulegan árangur: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2024 07:00 Björgvin Karl Guðmundsson sést hér eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson varð á dögunum fyrsti maðurinn í sögu CrossFit íþróttarinnar sem nær að tryggja sig inn á ellefu heimsleika í röð. Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira