Sá sem át ekkert nema McDonalds í mánuð er fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 15:05 Morgan Spurlock við kynningu á myndinni á sínum tíma. Getty/Richard Hartog Morgan Spurlock sem vakti heimsathygli með heimildarmynd sinni Super Size Me árið 2004 er látinn 53 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Spurlock borðaði aðeins McDonald's hamborgaramáltíðir í einn mánuð og lýsti viðbrögðum líkamans við því. Bandaríkjamaðurinn fæddist 7. nóvember 1970 í Vestur-Virginíu og beindi sjónum sínum að leikritaskrifum áður en hann skapaði vefseríuna I Bet You Will árið 2002 þar sem fólk var hvatt til að taka þátt í áskorunum gegn peningagreiðslum. Meðal áskorana í seríunni var til dæmis að borða fulla krukku af majónesi fyrir þrjátíu þúsund krónur. Svo fór að MTV keypti af honum seríuna að því er fram kemur í umfjöllun Sky. Frægðarsól hans skein skærast árið 2004 þegar heimildarmyndin Super Size Me fór á flug. Þar var áskorun hans að borða aðeins McDonald's hamborgara í þrjátíu daga til að vekja athygli á offituvandanum í Bandaríkjunum. Myndin í heild má sjá að neðan. Hann borðaði að meðaltali fimm þúsund kaloríur á dag, valdi alltaf stærstu mögulegu máltíð í boði og hreyfði sig minna en venjulega, í samræmi við meðalhreyfingu meðal Bandaríkjamanns. Niðurstaðan var sú að hann bætti á sig rúmlega ellefu kílóum og sagðist auk þess finna fyrir einkennum þunglyndis og óþægindum í lifur. Myndin sló í gegn og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda. Hún varð einnig til þess að McDonald's hætti að bjóða upp á möguleikann á að kaupa „super size“ máltíðina, þá stærstu í boði. Spurlock var þó ekki laus við gagnrýni vegna myndarinnar. Sett var spurningarmerki við niðurstöðurnar þar sem Spurlock neitaði að deila skrásetningu máltíða sinna. Þá opnaði hann sig um mikla áfengisneyslu sína árið 2017 sem heimildarmyndagerðarfólk sagði að gæti útskýrt andlega vanheilsu hans og vandræði með lifur. Spurlock kom til Íslands árið 2011 til að kynna heimildarmynd sína The Greatest Movie Ever Sold sem fjallaði um vöruinnsetningar í bandarískum afþreyingariðnaði. Myndina í heild má sjá að neðan. Andlát Bandaríkin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn fæddist 7. nóvember 1970 í Vestur-Virginíu og beindi sjónum sínum að leikritaskrifum áður en hann skapaði vefseríuna I Bet You Will árið 2002 þar sem fólk var hvatt til að taka þátt í áskorunum gegn peningagreiðslum. Meðal áskorana í seríunni var til dæmis að borða fulla krukku af majónesi fyrir þrjátíu þúsund krónur. Svo fór að MTV keypti af honum seríuna að því er fram kemur í umfjöllun Sky. Frægðarsól hans skein skærast árið 2004 þegar heimildarmyndin Super Size Me fór á flug. Þar var áskorun hans að borða aðeins McDonald's hamborgara í þrjátíu daga til að vekja athygli á offituvandanum í Bandaríkjunum. Myndin í heild má sjá að neðan. Hann borðaði að meðaltali fimm þúsund kaloríur á dag, valdi alltaf stærstu mögulegu máltíð í boði og hreyfði sig minna en venjulega, í samræmi við meðalhreyfingu meðal Bandaríkjamanns. Niðurstaðan var sú að hann bætti á sig rúmlega ellefu kílóum og sagðist auk þess finna fyrir einkennum þunglyndis og óþægindum í lifur. Myndin sló í gegn og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda. Hún varð einnig til þess að McDonald's hætti að bjóða upp á möguleikann á að kaupa „super size“ máltíðina, þá stærstu í boði. Spurlock var þó ekki laus við gagnrýni vegna myndarinnar. Sett var spurningarmerki við niðurstöðurnar þar sem Spurlock neitaði að deila skrásetningu máltíða sinna. Þá opnaði hann sig um mikla áfengisneyslu sína árið 2017 sem heimildarmyndagerðarfólk sagði að gæti útskýrt andlega vanheilsu hans og vandræði með lifur. Spurlock kom til Íslands árið 2011 til að kynna heimildarmynd sína The Greatest Movie Ever Sold sem fjallaði um vöruinnsetningar í bandarískum afþreyingariðnaði. Myndina í heild má sjá að neðan.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira