„Hefðum getað gert þetta ennþá ljótara á töflunni” Árni Gísli Magnússon skrifar 24. maí 2024 23:18 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum. „Bara örugglega þessi frábæri fyrri hálfleikur. Stelpurnar voru frábærar og komu bara virkilega tilbúnar í þetta og ég held þær hafi átt fá svör við þessu og við hefðum getað gert þetta örugglega enn þá ljótara á töflunni en þetta er alveg yfirdrifið nóg, mjög flott.” Þór/KA pressaði Tindastól af krafti hátt á vellinum frá upphafi og gaf þeim engan tíma á boltanum sem reyndist gestunum virkilega erfitt í dag. Búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni „Það var ætlunin hjá okkur að gera það þannig og svona reyna eyða öllum vonum þeirra að ná einhverju út úr þessu því við vissum svo sem alveg hvað þær ætluðu að reyna gera þannig fyrri hálfleikurinn fór svona nokkurn veginn eins og við vildum sjá.” Síðari hálfleikur var heldur rólegri þar sem aðeins eitt mark var skorað. Jóhann segir planið þó alls ekki hafa verið að slaka á í síðari hálfleik. „Nei nei það var ekki neitt plan um það því við ætluðum að reyna að sækja. Málið er bara að við höfum oft lent í þessu og lið hafa lent í þessu, þegar þú ert yfir þrjú eða fjögur núll í hálfleik, alveg sama hvað þú reynir að mótivera þig í seinni hálfleikinn að koma mótiveraður inn í hann, þú ert eiginlega búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni og þó að þú reynir að ljúga því að þig langi í meira að þá ertu bara að vera pínu saddur og ég held að við höfum bara lent svolítið í því hérna í seinni og gáfum bara eftir, það var ekki viljandi og við erum ekki að hvíla okkur fyrir neitt því það eru tvær vikur í næsta leik.” Fimm skoruðu Fimm markaskorar litu dagsins ljós hjá Þór/KA og þ.á.m. skoruðu þær Emilía Ósk Kruger og Iðunn Rán Gunnarsdóttir sín fyrstu mörk í meistaraflokki og Agnes Birta Stefánsdóttir sitt fyrsta mark í efstu deild. Jóhann er ánægður með að mörkin séu farin að koma úr öllum áttum. „Já að sjálfsögðu, það er mjög gaman að sjá margar skora og þær gerðu mjög vel í að loka á Söndru (Maríu Jessen) í dag og voru með besta leikmann þeirra sem frakka og það var alveg sama hvert Sandra færði sig, hún var komin með henni, og meira að segja núna 20 mínútum, hálftíma, eftir leik eru þær enn þá saman hérna, hún yfirgefur hana ekki þannig þær eru bara á spjallinu hérna á þýskri tungu”, sagði Jóhann og hló en þær Sandra María og Gwendolyn Mummert, miðvörður Tindastóls, sátu saman á vellinum þar sem viðtalið var tekið og ræddu málin gaumgæfilega á þýsku. Draumur fyrir þær Jóhann hélt svo áfram: „Það var mjög gaman að sjá aðra stíga upp og ná inn góðum mörkum, það voru frábær mörk sem við skoruðum. Emelía Ósk Kruger og Sonja Björg Sigurðardóttir komu inn á sem varamenn á 80. mínútu og þremur mínútum síðar lagði Sonja upp mark fyrir Emelíu og hlýtur svona skipting því að flokkast sem draumaskipting þjálfarans, eða hvað? „Þetta er bara draumur fyrir þær að koma inn og eiginlega bara stórt hrós á þær að koma og vera tilbúinn sem skiptimaður að koma inn og breyta leiknum, alveg sama hvernig staðan er, það er alveg til fyrirmyndar hjá þeim og stórt hrós á þær fyrir það hvernig þær gerðu þetta í dag.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
„Bara örugglega þessi frábæri fyrri hálfleikur. Stelpurnar voru frábærar og komu bara virkilega tilbúnar í þetta og ég held þær hafi átt fá svör við þessu og við hefðum getað gert þetta örugglega enn þá ljótara á töflunni en þetta er alveg yfirdrifið nóg, mjög flott.” Þór/KA pressaði Tindastól af krafti hátt á vellinum frá upphafi og gaf þeim engan tíma á boltanum sem reyndist gestunum virkilega erfitt í dag. Búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni „Það var ætlunin hjá okkur að gera það þannig og svona reyna eyða öllum vonum þeirra að ná einhverju út úr þessu því við vissum svo sem alveg hvað þær ætluðu að reyna gera þannig fyrri hálfleikurinn fór svona nokkurn veginn eins og við vildum sjá.” Síðari hálfleikur var heldur rólegri þar sem aðeins eitt mark var skorað. Jóhann segir planið þó alls ekki hafa verið að slaka á í síðari hálfleik. „Nei nei það var ekki neitt plan um það því við ætluðum að reyna að sækja. Málið er bara að við höfum oft lent í þessu og lið hafa lent í þessu, þegar þú ert yfir þrjú eða fjögur núll í hálfleik, alveg sama hvað þú reynir að mótivera þig í seinni hálfleikinn að koma mótiveraður inn í hann, þú ert eiginlega búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni og þó að þú reynir að ljúga því að þig langi í meira að þá ertu bara að vera pínu saddur og ég held að við höfum bara lent svolítið í því hérna í seinni og gáfum bara eftir, það var ekki viljandi og við erum ekki að hvíla okkur fyrir neitt því það eru tvær vikur í næsta leik.” Fimm skoruðu Fimm markaskorar litu dagsins ljós hjá Þór/KA og þ.á.m. skoruðu þær Emilía Ósk Kruger og Iðunn Rán Gunnarsdóttir sín fyrstu mörk í meistaraflokki og Agnes Birta Stefánsdóttir sitt fyrsta mark í efstu deild. Jóhann er ánægður með að mörkin séu farin að koma úr öllum áttum. „Já að sjálfsögðu, það er mjög gaman að sjá margar skora og þær gerðu mjög vel í að loka á Söndru (Maríu Jessen) í dag og voru með besta leikmann þeirra sem frakka og það var alveg sama hvert Sandra færði sig, hún var komin með henni, og meira að segja núna 20 mínútum, hálftíma, eftir leik eru þær enn þá saman hérna, hún yfirgefur hana ekki þannig þær eru bara á spjallinu hérna á þýskri tungu”, sagði Jóhann og hló en þær Sandra María og Gwendolyn Mummert, miðvörður Tindastóls, sátu saman á vellinum þar sem viðtalið var tekið og ræddu málin gaumgæfilega á þýsku. Draumur fyrir þær Jóhann hélt svo áfram: „Það var mjög gaman að sjá aðra stíga upp og ná inn góðum mörkum, það voru frábær mörk sem við skoruðum. Emelía Ósk Kruger og Sonja Björg Sigurðardóttir komu inn á sem varamenn á 80. mínútu og þremur mínútum síðar lagði Sonja upp mark fyrir Emelíu og hlýtur svona skipting því að flokkast sem draumaskipting þjálfarans, eða hvað? „Þetta er bara draumur fyrir þær að koma inn og eiginlega bara stórt hrós á þær að koma og vera tilbúinn sem skiptimaður að koma inn og breyta leiknum, alveg sama hvernig staðan er, það er alveg til fyrirmyndar hjá þeim og stórt hrós á þær fyrir það hvernig þær gerðu þetta í dag.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira