Ætla að bjóða vaxtalaus lán í aðdraganda mánaðamóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 21:48 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Framkvæmdastjóri sparisjóðs sem býður upp á ný, vaxtalaus lán í lok mánaðar segir það hagsmuni lánveitenda að viðskiptavinir þeirra séu fjárhagslega heilbrigðir. Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“ Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira