„Ég er ekki kraftaverkamaður“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2024 08:00 Freyr Alexandersson tókst hið ómögulega. Aftur. Isosport/Getty Images „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“ Belgíski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“
Belgíski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira