Allir halda stjörnu og OTO fær viðurkenningu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. maí 2024 23:43 Sigurður Laufdal ásamt öðru lykilstarfsfólki: Micaela Ajanti aðstoðaryfirkokki, Andreu Ylfu Guðrúnardóttur veitingastjóra, Darra Má Magnússyni yfirbarþjóni, Helenu Toddsdóttur vaktstjóra. aðsend Veitingastaðurinn OTO fékk í dag Michelin-viðurkenningu, auk þess sem allir þeir íslensku veitingastaðir, sem hlutu Michelin-stjörnu á síðasta ári, halda þeirri viðurkenningu í ár. Á síðu Michelin guide hlýtur Oto glimrandi umsögn. „Skemmtilegur, lifandi og ferskur staður sem býður upp á eitthvað nýtt og spennandi í reykvískri matarmenningu. OTO er einn heitasti staðurinn í bænum þökk sé líflegri stemningu og blöndu af ítalskri og japanskri matarhefð,“ segir á vef Michelin. Matargerðin er sögð snjöll og virka vel. Sigurður Laufdal eigandi veitingastaðarins OTO segir það algjöran draum fyrir veitingastað að hljóta slíka viðurkenningu, sér í lagi í ljósi þess hve stutt hann hefur verið opinn. Spurður hvort viðurkenningin hafi komið á óvart segir Sigurður: Sigurður Laufdal. „Já og nei, allir sem einn hafa lagt mikið á sig til að gera OTO af þeim veitingastað sem hann er í dag þannig það kemur kannski ekki á óvart en er vissulega mikið gleðiefni fyrir okkur.“ Athygli vakti þegar sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á OTO. Sigurður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. Auk OTO mælir Michelin sérstaklega með veitingastöðunum Brút, Tides Sumax og Mat og Drykk. Þá eru staðirnir Óx, Dill og Moss allir áfram með Michelin stjörnu. Sigurður segir viðurkenninguna hafa mikla þýðingu. „Þetta er góð hvatning sem gefur okkur staðfestingu á því að við séum að róa í rétta átt og mögulega fáum við fleiri matarunnendur að utan sem eru að ferðast um landið okkar á OTO.“ Gómsætt.aðsend Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Á síðu Michelin guide hlýtur Oto glimrandi umsögn. „Skemmtilegur, lifandi og ferskur staður sem býður upp á eitthvað nýtt og spennandi í reykvískri matarmenningu. OTO er einn heitasti staðurinn í bænum þökk sé líflegri stemningu og blöndu af ítalskri og japanskri matarhefð,“ segir á vef Michelin. Matargerðin er sögð snjöll og virka vel. Sigurður Laufdal eigandi veitingastaðarins OTO segir það algjöran draum fyrir veitingastað að hljóta slíka viðurkenningu, sér í lagi í ljósi þess hve stutt hann hefur verið opinn. Spurður hvort viðurkenningin hafi komið á óvart segir Sigurður: Sigurður Laufdal. „Já og nei, allir sem einn hafa lagt mikið á sig til að gera OTO af þeim veitingastað sem hann er í dag þannig það kemur kannski ekki á óvart en er vissulega mikið gleðiefni fyrir okkur.“ Athygli vakti þegar sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á OTO. Sigurður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. Auk OTO mælir Michelin sérstaklega með veitingastöðunum Brút, Tides Sumax og Mat og Drykk. Þá eru staðirnir Óx, Dill og Moss allir áfram með Michelin stjörnu. Sigurður segir viðurkenninguna hafa mikla þýðingu. „Þetta er góð hvatning sem gefur okkur staðfestingu á því að við séum að róa í rétta átt og mögulega fáum við fleiri matarunnendur að utan sem eru að ferðast um landið okkar á OTO.“ Gómsætt.aðsend
Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira