Vélakaup valdaelítunnar skal að vettugi hafa Ívar Hauksson skrifar 28. maí 2024 10:00 Skipstjórinn sem stökk fyrstur! Í forsetaframboði er sennilega óvinsælasti atvinnupólitíkus síðari ára. Ákvörðun hennar um framboð, þá sem sitjandi forsætisráðherra var tekin af ásettu ráði. KJ er nefnilega enginn bjáni, heldur tækifærissinni. KJ veit vel að sitjandi ríkisstjórn getur sprungið á hverri stundu enda almenningur kominn með upp í kok. KJ veit jafnframt að VG heyrir líklega sögunni til eftir næstu þingkosningar. Samt ákvað KJ, skipstjóri þjóðarskútunnar að stökkva frá borði. Faðir minn aldraður, stýrimaður og skipstjóri til áratuga tjáði mér að skipstjórinn stykki ekki fyrstur frá sökkvandi skipi heldur síðastur. Ákvörðun KJ um forsetaframboð er gróf aðför hennar og valdaelítunnar að grunngildum lýðræðisins. Takist valdaelítunni, bakkaðri upp af stórútgerðinni og öðrum sérhagsmunaaðilum að sölsa undir sig forsetaembættið, ásamt þeim áhrifum og ítökum sem hún hefur á löggjafar- og framkvæmdarvald er lýðræðið hér á landi í andarslitrunum. Lýðveldið Ísland minnir nú þegar óþægilega mikið á gjörspillt ríki austur Evrópu þar sem lýðræðið og frelsi almennings er fótum troðið. Vinur minn í lagadeildinni sagði að Ísland væri eins og markaðsútgáfan af Sovétinu. Auðlindirnar enduðu á fárra höndum og íbúarnir væru leiguliðar í eigin landi, nema hér er spilling stjórnvalda heimilisleg krúttleg. Hvers vegna er ákvörðun KJ slæm? KJ er getur ekki orðið góður forseti. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að til þess er hún of umdeild í þjóðfélaginu. Forsetinn á að vera sameiningartákn þjóðarinnar en það verður Katrín Jakobsdóttir aldrei miðað við það sem á undan er gengið í hennar stjórnartíð og sátt um KJ mun aldrei ríkja. Virðing KJ fyrir lýðræðinu er afar takmörkuð sökum þess að henni hafi fundist eðlilegt að stökkva brosandi frá borði og biðjast lausnar frá embætti. KJ hefur svikið meira eða minna öll grunnvallar prinsipp síns deyjandi flokks VG. Þegar ég hugsa um KJ kemur upp í hugann svik við aldraða og öryrkja, hópa sem máttu alls ekki bíða eftir leiðréttingu þegar KJ var í þingmaður í stjórnarandstöðu. En nú kveður við annan tón eftir að KJ varð ráðherra. Vald spillir nefnilega rétt eins og J.R.R. Tolkien skrifaði um í sögum sínum um máttarbauginn í Hringadróttinssögu, sá sem hefur hringinn og mátt hans, spilltist. Þolendum mansals sem vísað hefur verið úr landi í valdatíð KJ. KJ hefur heldur ekki tekið stöðu með þjóðinni, náttúru landsins og auðlindum þess. KJ og VG, flokkur hennar er ekki vinstri sinnuð og náttúruvæn. Þá hefur KJ tafið stjórnarskrármálið og vanvirt skýran vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá ásamt því að segja ekki múkk um lagafrumvörp sem heimila framsal auðlinda landsins til frambúðar! Valdaelítan hlýtur að vera KJ þakklát fyrir að hafa lufsast af sviðinu og gert BB að forsætisráðherra, manninum sem sagði af sér vegna Íslandsbankamálsins. Fyrir þetta er KJ launað með uppklappi til að reyna koma henni alla leið á Bessastaði og hefur Moggaíhaldið hafið ófægingarherferðir gegn öðrum miklu betri og frambærilegri frambjóðendum. Það hlýtur að vekja upp spurningar þegar menn eins og HHG er orðinn einn helsti aðdáandi sósíalistans KJ. Skrípaleikurinn og á stjórnarheimilinu, hrókeringarnar og vélakaupin í málum sem sem KJ kom sjálf að eiga sér ekki hliðstæðu. Má þar nefna söluna á Íslandsbanka, hvalveiðimálið og svo síðast frumvarp um lagareldi. Fúsk þetta minnir einna helst á ólöglegu réttarhöldin vegna flaggstangarinnar sem féll á og stórskemmdi fjósið á Öldurstað í skáldsögunni um Bör Börsson eftir norska rithöfundinn Johan Falkberget frá 1920. Norska gaman skáldsagan var og er drepfyndin og hefur verið það allar götur síðan. Þessi kafli í henni minnir því miður óþægilega mikið á raunveruleikann sem við vér búum við á Íslandi árið 2024. Það er undir kjósendum komið að virða þessi vélabrögð og fúsk að vettugi! Yrði hæfi KJ forseta hafið yfir skynsamlegan vafa? Í annarri grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um þrígreiningu ríkisvalds samkvæmt hugmyndum Charles Montesquieu. Grunnstoðir ríkisvaldsins eiga að vera aðskildar og tempra þannig hvor aðra. Þrígreiningin heimilar ekki að sami valdhafi fari með t.d. framkvæmdarvald og dómsvald. Dómafordæmi frá Mannréttindadómstól Evrópu eru skýr um þetta og hefur íslenska ríkið verið í fastri áskrift af áfellisdómum yfir sér frá því seint á síðustu öld. Aðskilnaðardómur 1, 2 og 3 eru frægir og kenndir við lagadeildir landsins. Fúsk þáverandi dómsmálaráðherra við skipun í Landsrétt sem og ævintýralegt kosninga klúður í NV kjördæmi hefur orðið til þess að íslenska ríkið fékk rassskellingu í Strassburg. Fúskið virðist því miður vera meginreglan hér á landi líkt og fúskið í réttarhöldunum í fyrrnefndir skáldsögu Falkbergets. Verði KJ verður kjörinn næsti forseti Lýðveldisins Íslands þá er hæfi hennar í embættið út frá þrígreiningu ríkisvaldsins ekki hafið yfir skynsamlegan vafa. KJ hefur sem forsætisráðherra og matvælaráðherra komið að setningu fjölda lagafrumvarpa. Slíkt gerir KJ de facto vanhæfa að ætla undirrita lög sem forseti, sem hún sjálf kom að sem ráðherra. Rúmast slíkt innan stjórnarskrárinnar? Ég efast um það en eftirlæt dómstólum að skera úr um slíkt. Framangreint gæti hæglega skapað fordæmalausa stöðu í íslenskri stjórnskipan og mig sætir furðu að löglærðir frambjóðendur í kosningabaráttu sem og spyrjendur í fjölmiðla hafi ekki hamrað á þessum augljósu annmörkum framboðs KJ. Hæfi KJ er langt í frá hafið yfir skynsamlegan vafa en það væri nú samt smart fyrir Íslenska ríkið að fá enn eina rassskellinguna frá Mannréttindadómstólnum í Strassburg ekki satt? Leiksoppur valdaelítunnar og sérhagsmuna afla? Það flokka ég undir að vera leiksoppur valdaelítunnar í landinu, afturhaldsins og íhaldsins að láta fara með sig eins og KJ hefur látið fara með sig. Prinsippin, gildin og loforðin víkja þegar ráðherrastólar og vald er í boði. Þá telur KJ sig ekki þurfa að svara fyrir ákveðin lagafrumvörp, t.d. frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi sem er mjög umdeilt og KJ kom að sjálf sem matvælaráðherra. Ætlar KJ svo að undirrita frumvarpið sem lög verði hún kjörin forseti? Þetta er bara dæmi um eitt frumvarp en þau eru fleiri og of mörg til að gera tæmandi lista. Það er ótrúlegt að KJ átti sig ekki á þessari stöðu sem hæglega getur komið upp. Eða er KJ kannski bara slétt sama, geiflar sig og setur svo upp falska brosið sitt. Þannig þekki ég KJ sem stjórnmálamann. Það er nákvæmlega ekkert að marka hennar orð og því er framboð hennar er algjör vanvirðing við lýðræðið, byggt á dómgreindarbresti eða þá einlægum ásetningur í að þjóna valdaelítunni. Nema hvort tveggja sé. Þetta eru vélakaup og aðför að lýðræðinu og stjórnarskrá landsins. Hvað er til ráða? Það er í höndum okkar kjósenda að hindra þá leiftursókn að lýðræðinu sem valdaelítan hefur blásið til. Takist valdaelítunni ætlunarverk sitt mun KJ hvorki svíkja hana né gamla samstarfsmenn í sitjandi ríkisstjórn. Forsetaembættið yrði pólitískt og KJ hleypti í gegn því sem valdaelítan vill að fari í gegn og þakka pent fyrir greiðann. Það er einungis örfáir dagar til stefnu. Best væri ef mótframbjóðendur KJ kæmu sér saman um einn frambjóðanda á móti henni þannig að KJ ætti aldrei möguleika. Til þess þurfa 1-2 mótframbjóðendur að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir fullum stuðningi við þann sem er líklegastur til að gjörsigra KJ. Þeirra frambjóðenda sem myndu stíga til baka yrði minnst sem þjóðhetja. Uppgjör Laugardaginn 1. júní þarf íslenska þjóðin að gera upp við sig hvort hún láti valdaelítuna í landinu ákveða hver verður næsti forseti lýðveldisins, eða hvort hún ætlar sjálf að velja sér forseta. Um nákvæmlega þetta snúast forsetakosningarnar. Þjóðin verður að velja þann frambjóðanda sem er líklegastur til að sigra KJ. Kjósendur verða að koma í veg fyrir þann siðferðislega dómgreindarbrest og vanvirðingu KJ fyrir lýðræðinu, stjórnarskránni og forsetaembættinu, og virða að vettugi vélakaup hennar, og valdaelítunnar. Það er komið nóg, það er komið vor og kjósendur eiga betra skilið í ljósi þess að KJ er ekki treystandi til þess að standa með þjóðinni og hagsmunum hennar sem forseti gerist þess þörf. „Allt vald spillir. Og algjört vald gjörspillir“. — Acton lávarður Höfundur er lögfræðingur, lýðræðis- og lýðfrelsissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skipstjórinn sem stökk fyrstur! Í forsetaframboði er sennilega óvinsælasti atvinnupólitíkus síðari ára. Ákvörðun hennar um framboð, þá sem sitjandi forsætisráðherra var tekin af ásettu ráði. KJ er nefnilega enginn bjáni, heldur tækifærissinni. KJ veit vel að sitjandi ríkisstjórn getur sprungið á hverri stundu enda almenningur kominn með upp í kok. KJ veit jafnframt að VG heyrir líklega sögunni til eftir næstu þingkosningar. Samt ákvað KJ, skipstjóri þjóðarskútunnar að stökkva frá borði. Faðir minn aldraður, stýrimaður og skipstjóri til áratuga tjáði mér að skipstjórinn stykki ekki fyrstur frá sökkvandi skipi heldur síðastur. Ákvörðun KJ um forsetaframboð er gróf aðför hennar og valdaelítunnar að grunngildum lýðræðisins. Takist valdaelítunni, bakkaðri upp af stórútgerðinni og öðrum sérhagsmunaaðilum að sölsa undir sig forsetaembættið, ásamt þeim áhrifum og ítökum sem hún hefur á löggjafar- og framkvæmdarvald er lýðræðið hér á landi í andarslitrunum. Lýðveldið Ísland minnir nú þegar óþægilega mikið á gjörspillt ríki austur Evrópu þar sem lýðræðið og frelsi almennings er fótum troðið. Vinur minn í lagadeildinni sagði að Ísland væri eins og markaðsútgáfan af Sovétinu. Auðlindirnar enduðu á fárra höndum og íbúarnir væru leiguliðar í eigin landi, nema hér er spilling stjórnvalda heimilisleg krúttleg. Hvers vegna er ákvörðun KJ slæm? KJ er getur ekki orðið góður forseti. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að til þess er hún of umdeild í þjóðfélaginu. Forsetinn á að vera sameiningartákn þjóðarinnar en það verður Katrín Jakobsdóttir aldrei miðað við það sem á undan er gengið í hennar stjórnartíð og sátt um KJ mun aldrei ríkja. Virðing KJ fyrir lýðræðinu er afar takmörkuð sökum þess að henni hafi fundist eðlilegt að stökkva brosandi frá borði og biðjast lausnar frá embætti. KJ hefur svikið meira eða minna öll grunnvallar prinsipp síns deyjandi flokks VG. Þegar ég hugsa um KJ kemur upp í hugann svik við aldraða og öryrkja, hópa sem máttu alls ekki bíða eftir leiðréttingu þegar KJ var í þingmaður í stjórnarandstöðu. En nú kveður við annan tón eftir að KJ varð ráðherra. Vald spillir nefnilega rétt eins og J.R.R. Tolkien skrifaði um í sögum sínum um máttarbauginn í Hringadróttinssögu, sá sem hefur hringinn og mátt hans, spilltist. Þolendum mansals sem vísað hefur verið úr landi í valdatíð KJ. KJ hefur heldur ekki tekið stöðu með þjóðinni, náttúru landsins og auðlindum þess. KJ og VG, flokkur hennar er ekki vinstri sinnuð og náttúruvæn. Þá hefur KJ tafið stjórnarskrármálið og vanvirt skýran vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá ásamt því að segja ekki múkk um lagafrumvörp sem heimila framsal auðlinda landsins til frambúðar! Valdaelítan hlýtur að vera KJ þakklát fyrir að hafa lufsast af sviðinu og gert BB að forsætisráðherra, manninum sem sagði af sér vegna Íslandsbankamálsins. Fyrir þetta er KJ launað með uppklappi til að reyna koma henni alla leið á Bessastaði og hefur Moggaíhaldið hafið ófægingarherferðir gegn öðrum miklu betri og frambærilegri frambjóðendum. Það hlýtur að vekja upp spurningar þegar menn eins og HHG er orðinn einn helsti aðdáandi sósíalistans KJ. Skrípaleikurinn og á stjórnarheimilinu, hrókeringarnar og vélakaupin í málum sem sem KJ kom sjálf að eiga sér ekki hliðstæðu. Má þar nefna söluna á Íslandsbanka, hvalveiðimálið og svo síðast frumvarp um lagareldi. Fúsk þetta minnir einna helst á ólöglegu réttarhöldin vegna flaggstangarinnar sem féll á og stórskemmdi fjósið á Öldurstað í skáldsögunni um Bör Börsson eftir norska rithöfundinn Johan Falkberget frá 1920. Norska gaman skáldsagan var og er drepfyndin og hefur verið það allar götur síðan. Þessi kafli í henni minnir því miður óþægilega mikið á raunveruleikann sem við vér búum við á Íslandi árið 2024. Það er undir kjósendum komið að virða þessi vélabrögð og fúsk að vettugi! Yrði hæfi KJ forseta hafið yfir skynsamlegan vafa? Í annarri grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um þrígreiningu ríkisvalds samkvæmt hugmyndum Charles Montesquieu. Grunnstoðir ríkisvaldsins eiga að vera aðskildar og tempra þannig hvor aðra. Þrígreiningin heimilar ekki að sami valdhafi fari með t.d. framkvæmdarvald og dómsvald. Dómafordæmi frá Mannréttindadómstól Evrópu eru skýr um þetta og hefur íslenska ríkið verið í fastri áskrift af áfellisdómum yfir sér frá því seint á síðustu öld. Aðskilnaðardómur 1, 2 og 3 eru frægir og kenndir við lagadeildir landsins. Fúsk þáverandi dómsmálaráðherra við skipun í Landsrétt sem og ævintýralegt kosninga klúður í NV kjördæmi hefur orðið til þess að íslenska ríkið fékk rassskellingu í Strassburg. Fúskið virðist því miður vera meginreglan hér á landi líkt og fúskið í réttarhöldunum í fyrrnefndir skáldsögu Falkbergets. Verði KJ verður kjörinn næsti forseti Lýðveldisins Íslands þá er hæfi hennar í embættið út frá þrígreiningu ríkisvaldsins ekki hafið yfir skynsamlegan vafa. KJ hefur sem forsætisráðherra og matvælaráðherra komið að setningu fjölda lagafrumvarpa. Slíkt gerir KJ de facto vanhæfa að ætla undirrita lög sem forseti, sem hún sjálf kom að sem ráðherra. Rúmast slíkt innan stjórnarskrárinnar? Ég efast um það en eftirlæt dómstólum að skera úr um slíkt. Framangreint gæti hæglega skapað fordæmalausa stöðu í íslenskri stjórnskipan og mig sætir furðu að löglærðir frambjóðendur í kosningabaráttu sem og spyrjendur í fjölmiðla hafi ekki hamrað á þessum augljósu annmörkum framboðs KJ. Hæfi KJ er langt í frá hafið yfir skynsamlegan vafa en það væri nú samt smart fyrir Íslenska ríkið að fá enn eina rassskellinguna frá Mannréttindadómstólnum í Strassburg ekki satt? Leiksoppur valdaelítunnar og sérhagsmuna afla? Það flokka ég undir að vera leiksoppur valdaelítunnar í landinu, afturhaldsins og íhaldsins að láta fara með sig eins og KJ hefur látið fara með sig. Prinsippin, gildin og loforðin víkja þegar ráðherrastólar og vald er í boði. Þá telur KJ sig ekki þurfa að svara fyrir ákveðin lagafrumvörp, t.d. frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi sem er mjög umdeilt og KJ kom að sjálf sem matvælaráðherra. Ætlar KJ svo að undirrita frumvarpið sem lög verði hún kjörin forseti? Þetta er bara dæmi um eitt frumvarp en þau eru fleiri og of mörg til að gera tæmandi lista. Það er ótrúlegt að KJ átti sig ekki á þessari stöðu sem hæglega getur komið upp. Eða er KJ kannski bara slétt sama, geiflar sig og setur svo upp falska brosið sitt. Þannig þekki ég KJ sem stjórnmálamann. Það er nákvæmlega ekkert að marka hennar orð og því er framboð hennar er algjör vanvirðing við lýðræðið, byggt á dómgreindarbresti eða þá einlægum ásetningur í að þjóna valdaelítunni. Nema hvort tveggja sé. Þetta eru vélakaup og aðför að lýðræðinu og stjórnarskrá landsins. Hvað er til ráða? Það er í höndum okkar kjósenda að hindra þá leiftursókn að lýðræðinu sem valdaelítan hefur blásið til. Takist valdaelítunni ætlunarverk sitt mun KJ hvorki svíkja hana né gamla samstarfsmenn í sitjandi ríkisstjórn. Forsetaembættið yrði pólitískt og KJ hleypti í gegn því sem valdaelítan vill að fari í gegn og þakka pent fyrir greiðann. Það er einungis örfáir dagar til stefnu. Best væri ef mótframbjóðendur KJ kæmu sér saman um einn frambjóðanda á móti henni þannig að KJ ætti aldrei möguleika. Til þess þurfa 1-2 mótframbjóðendur að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir fullum stuðningi við þann sem er líklegastur til að gjörsigra KJ. Þeirra frambjóðenda sem myndu stíga til baka yrði minnst sem þjóðhetja. Uppgjör Laugardaginn 1. júní þarf íslenska þjóðin að gera upp við sig hvort hún láti valdaelítuna í landinu ákveða hver verður næsti forseti lýðveldisins, eða hvort hún ætlar sjálf að velja sér forseta. Um nákvæmlega þetta snúast forsetakosningarnar. Þjóðin verður að velja þann frambjóðanda sem er líklegastur til að sigra KJ. Kjósendur verða að koma í veg fyrir þann siðferðislega dómgreindarbrest og vanvirðingu KJ fyrir lýðræðinu, stjórnarskránni og forsetaembættinu, og virða að vettugi vélakaup hennar, og valdaelítunnar. Það er komið nóg, það er komið vor og kjósendur eiga betra skilið í ljósi þess að KJ er ekki treystandi til þess að standa með þjóðinni og hagsmunum hennar sem forseti gerist þess þörf. „Allt vald spillir. Og algjört vald gjörspillir“. — Acton lávarður Höfundur er lögfræðingur, lýðræðis- og lýðfrelsissinni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar