Halla Tómasdóttir og Sólskinsdrengurinn Margrét Dagmar Ericsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:15 Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn. Þegar við ákváðum að gera Sólskinsdrenginn, heimildarmynd um einhverfu, voru margir sem hlupu undir bagga og hjálpuðu til. Halla Tómasdóttir var ein af þeim, en hún var ein megin driffjöðrin í að hjálpa okkur að gera myndina að veruleika. Þegar um jaðarhópa er að ræða og þá sérstaklega fatlaða, hefur fólk yfir höfuð ekki mikinn áhuga eða nennu að setja sig inn í hlutina. Sér í lagi ekki ef þú tengist manneskjunni ekki neitt eins og var í mínu tilfelli sem móður Kela og Höllu Tómasdóttir. En það stoppaði ekki Höllu Tómasdóttur, því Halla T er allra. Hún er bara nákvæmlega eins og hún kemur til dyranna, brosandi, einlæg og góð og strax reiðubúin til að hjálpa. Þú þarft hugrekki, dug og kjark til að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu og þar hefur Halla Tómasdóttir af nógu að taka. Hún er reiðubúin að hjálpa og leiðbeina fólki eins og mér, til að geta klárað þetta brýna samfélagsverkefni sem heimildarmyndin um einhverfu var og er. Hún tók mér opnum örmum og peppaði mig áfram, en á þeim tíma höfðu ekki margir trú á þessu verkefni. Halla Tómasdóttir tengdi mig við réttu aðilana og að byggja rétta tengslanetið fyrir gerð myndarinnar. Það var undursamlegt og fallegt hversu mikinn áhuga hún hafði á mínum mikið fatlaða syni og hans vegferð. Viðmót hennar og hjálpsemi kom mér allavegana verulega á óvart og ekki eitthvað sem ég var vön. Ef að Halla Tómasdóttir hefði ekki lagt þessu verkefni og vegferð lið þá er ég hrædd um að heimildarmyndin Sólskinsdrenginn, hefði aldrei verið gerð. Því vil ég þakka þér Halla Tómasdóttir fyrir að hafa þetta hugrekki, þennan kjark og einurð til að láta Sólskinsdrenginn verða að veruleika. Takk fyrir okkur Halla Tómasdóttir. Að okkar mati hefur þú allt að bera til að verða frábær forseti Íslands. Höfundur er móðir Sólskinsdrengsins og skrifar fyrir hönd fjölskyldu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn. Þegar við ákváðum að gera Sólskinsdrenginn, heimildarmynd um einhverfu, voru margir sem hlupu undir bagga og hjálpuðu til. Halla Tómasdóttir var ein af þeim, en hún var ein megin driffjöðrin í að hjálpa okkur að gera myndina að veruleika. Þegar um jaðarhópa er að ræða og þá sérstaklega fatlaða, hefur fólk yfir höfuð ekki mikinn áhuga eða nennu að setja sig inn í hlutina. Sér í lagi ekki ef þú tengist manneskjunni ekki neitt eins og var í mínu tilfelli sem móður Kela og Höllu Tómasdóttir. En það stoppaði ekki Höllu Tómasdóttur, því Halla T er allra. Hún er bara nákvæmlega eins og hún kemur til dyranna, brosandi, einlæg og góð og strax reiðubúin til að hjálpa. Þú þarft hugrekki, dug og kjark til að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu og þar hefur Halla Tómasdóttir af nógu að taka. Hún er reiðubúin að hjálpa og leiðbeina fólki eins og mér, til að geta klárað þetta brýna samfélagsverkefni sem heimildarmyndin um einhverfu var og er. Hún tók mér opnum örmum og peppaði mig áfram, en á þeim tíma höfðu ekki margir trú á þessu verkefni. Halla Tómasdóttir tengdi mig við réttu aðilana og að byggja rétta tengslanetið fyrir gerð myndarinnar. Það var undursamlegt og fallegt hversu mikinn áhuga hún hafði á mínum mikið fatlaða syni og hans vegferð. Viðmót hennar og hjálpsemi kom mér allavegana verulega á óvart og ekki eitthvað sem ég var vön. Ef að Halla Tómasdóttir hefði ekki lagt þessu verkefni og vegferð lið þá er ég hrædd um að heimildarmyndin Sólskinsdrenginn, hefði aldrei verið gerð. Því vil ég þakka þér Halla Tómasdóttir fyrir að hafa þetta hugrekki, þennan kjark og einurð til að láta Sólskinsdrenginn verða að veruleika. Takk fyrir okkur Halla Tómasdóttir. Að okkar mati hefur þú allt að bera til að verða frábær forseti Íslands. Höfundur er móðir Sólskinsdrengsins og skrifar fyrir hönd fjölskyldu hans.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar