Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:01 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að þvingun og nauðung verði gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra óbreytt fram að ganga. vísir/vilhelm/egill Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira