Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:01 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að þvingun og nauðung verði gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra óbreytt fram að ganga. vísir/vilhelm/egill Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira