Meistaradeild Evrópu áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. maí 2024 06:31 Meistaradeildarbikarinn eftirsótti. vísir/getty Sýn hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa undirritað samning um sýningarrétt á leikjum Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildar og Sambandsdeildar á Íslandi til næstu þriggja keppnistímabila. Samningurinn tekur gildi fyrir keppnistímabilið sem hefst í lok sumars 2024 og gildir það til loka keppnistímabilsins vorið 2027. Samningurinn er um helming allra leikja í ofangreindum keppnum, líkt og síðastliðin þrjú ár. Viaplay hefur verið með sýningarréttinn á hinum helming leikjanna og verður sama fyrirkomulag áfram næstu þrjú keppnistímabilin. Stærstu viðburðir Viaplay, þar á meðal leikir í Meistaradeild Evrópu, verða áfram sýndir á Vodafone Sport sem er í eigu Sýnar hf. Meistaradeild Evrópu hefur verið kjölfesta í dagskrárgerð Stöðvar 2 Sports í þau tæp 30 ár sem stöðin hefur verið starfrækt og verður áfram næstu þrjú árin hið minnsta. Stöð 2 Sport hefur verið leiðandi í íslensku íþróttasjónvarpi á þeim tíma en meðal þess efnis sem er á stöðinni er Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Sambandsdeildin, Besta deild karla og kvenna, Subway deildir karla og kvenna, Lengjubikar karla og kvenna, FA Cup, Serie A, NBA, NFL, ACB, Masters, The Open, PGA Championship og LPGA. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á laugardag.vísir/getty Meistaradeild Evrópu er sterkasta deildarkeppni heims í fótbolta og tekur breytingum í upphafi næsta keppnistímabils. Liðum verður fjölgað í 36 og keppt samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi. Sterkustu lið Evrópu munu nú mætast fyrr á tímabilinu en áður var mögulegt auk þess sem að bæði leikjum og leikvikum fjölgar. Nýtt fyrirkomulag tryggir einnig mikla spennu á öllum stigum keppninnar, frá fyrsta leikdegi að hausti til úrslitaleiksins að vori. Mikið ánægjuefni „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa náð samningum við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um áframhaldandi sýningarrétt frá bestu knattspyrnudeildum Evrópu. Stöð 2 Sport hefur lagt mikla áherslu á að vera leiðandi aðili í íþróttaútsendingum á Íslandi og útsendingar frá Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni hafa skipað þar meginhlutverk,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Stöð 2 og tengdir miðlar hafa boðið upp á hágæðaefni um langt skeið og samningar um úrvalsíþróttaefni, líkt og Meistaradeildina, sjá til þess að áskrifendur okkar njóta þess áfram um ókomin ár.“ Boðið upp á hágæðaútsendingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar hf., segir einnig að nýr samningur sé gleðiefni og sem fyrr verði blásið til mikillar veislu. „Stöð 2 Sport hefur átt afar gott samband við UEFA til fjölda ára og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs. Stöð 2 Sport mun eftir sem áður kappkosta við að bjóða upp á hágæðaútsendingar, bæði frá leikjum og umfjöllunarþáttum í öllum þremur keppnum. Umgjörðin í dagskrárgerð Meistaradeildar Evrópu hefur stækkað með hverju árinu og mun gera áfram. Kappkostað verður að bjóða áskrifendum Stöðvar 2 Sports upp á besta íþróttaefni sem völ er á, bæði af innlendum og erlendum vettvangi, og skipar þar Meistaradeild Evrópu veigamikinn sess.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Samningurinn tekur gildi fyrir keppnistímabilið sem hefst í lok sumars 2024 og gildir það til loka keppnistímabilsins vorið 2027. Samningurinn er um helming allra leikja í ofangreindum keppnum, líkt og síðastliðin þrjú ár. Viaplay hefur verið með sýningarréttinn á hinum helming leikjanna og verður sama fyrirkomulag áfram næstu þrjú keppnistímabilin. Stærstu viðburðir Viaplay, þar á meðal leikir í Meistaradeild Evrópu, verða áfram sýndir á Vodafone Sport sem er í eigu Sýnar hf. Meistaradeild Evrópu hefur verið kjölfesta í dagskrárgerð Stöðvar 2 Sports í þau tæp 30 ár sem stöðin hefur verið starfrækt og verður áfram næstu þrjú árin hið minnsta. Stöð 2 Sport hefur verið leiðandi í íslensku íþróttasjónvarpi á þeim tíma en meðal þess efnis sem er á stöðinni er Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Sambandsdeildin, Besta deild karla og kvenna, Subway deildir karla og kvenna, Lengjubikar karla og kvenna, FA Cup, Serie A, NBA, NFL, ACB, Masters, The Open, PGA Championship og LPGA. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á laugardag.vísir/getty Meistaradeild Evrópu er sterkasta deildarkeppni heims í fótbolta og tekur breytingum í upphafi næsta keppnistímabils. Liðum verður fjölgað í 36 og keppt samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi. Sterkustu lið Evrópu munu nú mætast fyrr á tímabilinu en áður var mögulegt auk þess sem að bæði leikjum og leikvikum fjölgar. Nýtt fyrirkomulag tryggir einnig mikla spennu á öllum stigum keppninnar, frá fyrsta leikdegi að hausti til úrslitaleiksins að vori. Mikið ánægjuefni „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa náð samningum við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um áframhaldandi sýningarrétt frá bestu knattspyrnudeildum Evrópu. Stöð 2 Sport hefur lagt mikla áherslu á að vera leiðandi aðili í íþróttaútsendingum á Íslandi og útsendingar frá Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni hafa skipað þar meginhlutverk,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Stöð 2 og tengdir miðlar hafa boðið upp á hágæðaefni um langt skeið og samningar um úrvalsíþróttaefni, líkt og Meistaradeildina, sjá til þess að áskrifendur okkar njóta þess áfram um ókomin ár.“ Boðið upp á hágæðaútsendingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar hf., segir einnig að nýr samningur sé gleðiefni og sem fyrr verði blásið til mikillar veislu. „Stöð 2 Sport hefur átt afar gott samband við UEFA til fjölda ára og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs. Stöð 2 Sport mun eftir sem áður kappkosta við að bjóða upp á hágæðaútsendingar, bæði frá leikjum og umfjöllunarþáttum í öllum þremur keppnum. Umgjörðin í dagskrárgerð Meistaradeildar Evrópu hefur stækkað með hverju árinu og mun gera áfram. Kappkostað verður að bjóða áskrifendum Stöðvar 2 Sports upp á besta íþróttaefni sem völ er á, bæði af innlendum og erlendum vettvangi, og skipar þar Meistaradeild Evrópu veigamikinn sess.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira