Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 08:29 Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins. Vísir/EPA Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“. Suður-Afríka Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“.
Suður-Afríka Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira