Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2024 09:19 Joe Biden kemst ekki á kjörseðilinn í Ohio að óbreyttu því landsfundur demókratar þar sem átti að útnefna hann formlega fer fram eftir að framboðsfrestur rennur út. AP/Alex Brandon Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. Bandarískir forsetaframbjóðendur eru yfirleitt útnefndir við pomp og prakt á íburðarmiklum landsfundum eftir mánaðalangt forval flokkanna. Demókratar halda sinn landsfund í Chicago í Illinois 19.-22. ágúst í ár. Það er tveimur vikum eftir að frestur til þess að staðfesta framboð rennur út í Ohio. Sama staða kom upp í Alabama en ríkisþingið þar seinkaði frestinum og ríkisstjórinn, sem er repúblikani, staðfesti þau hratt. Erfiðlegar hefur gengið að rýmka tímamörkin í Ohio þrátt fyrir að ríkisþingið þar hafi áður breytt tímamörkum fyrir frambjóðendur beggja flokka. Pattastaða er á ríkisþinginu, að sögn Washington Post. Mike DeWine, ríkisstjóri og repúblikani, boðaði til aukaþingfundar vegna stöðunnar sem verður haldinn í dag. Engu að síður óttast demókratar að annað og ótengt mál um breytingar á lögum um kosningaframlög sem DeWine setti á dagskrá fundarins eigi eftir að koma í veg fyrir að fresturinn verði rýmkaður. „Joe Biden verður á kjörseðlinum í Ohio og öllum ríkjunum fimmtíu og repúblikanar í Ohio eru sammála. En þegar til kastanna hefur komið hafa þeir látið hjá liggja að grípa til aðgerða þannig að við demókratar lendum þessari flugvél sjálfir,“ sagði Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins (DNC). Með því að útnefna forsetaframbjóðanda sinn með rafrænu nafnakalli komi demókratar í veg fyrir að repúblikanar hindri framgang lýðræðisins með vanhæfni eða pólitískum klækjum, að sögn Harrisson. Ekki er búið að ákveða hvenær útnefningin fer fram en það verður fyrir núverandi framboðsfrest í Ohio, 7. ágúst. Öll landsnefndin þarf að samþykkja fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið er sagt verða með svipuðu sniði og árið 2020 þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar varð þess valdandi að landsfundur demókratar fór fram rafrænt, að sögn AP-fréttastofunnar. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bandarískir forsetaframbjóðendur eru yfirleitt útnefndir við pomp og prakt á íburðarmiklum landsfundum eftir mánaðalangt forval flokkanna. Demókratar halda sinn landsfund í Chicago í Illinois 19.-22. ágúst í ár. Það er tveimur vikum eftir að frestur til þess að staðfesta framboð rennur út í Ohio. Sama staða kom upp í Alabama en ríkisþingið þar seinkaði frestinum og ríkisstjórinn, sem er repúblikani, staðfesti þau hratt. Erfiðlegar hefur gengið að rýmka tímamörkin í Ohio þrátt fyrir að ríkisþingið þar hafi áður breytt tímamörkum fyrir frambjóðendur beggja flokka. Pattastaða er á ríkisþinginu, að sögn Washington Post. Mike DeWine, ríkisstjóri og repúblikani, boðaði til aukaþingfundar vegna stöðunnar sem verður haldinn í dag. Engu að síður óttast demókratar að annað og ótengt mál um breytingar á lögum um kosningaframlög sem DeWine setti á dagskrá fundarins eigi eftir að koma í veg fyrir að fresturinn verði rýmkaður. „Joe Biden verður á kjörseðlinum í Ohio og öllum ríkjunum fimmtíu og repúblikanar í Ohio eru sammála. En þegar til kastanna hefur komið hafa þeir látið hjá liggja að grípa til aðgerða þannig að við demókratar lendum þessari flugvél sjálfir,“ sagði Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins (DNC). Með því að útnefna forsetaframbjóðanda sinn með rafrænu nafnakalli komi demókratar í veg fyrir að repúblikanar hindri framgang lýðræðisins með vanhæfni eða pólitískum klækjum, að sögn Harrisson. Ekki er búið að ákveða hvenær útnefningin fer fram en það verður fyrir núverandi framboðsfrest í Ohio, 7. ágúst. Öll landsnefndin þarf að samþykkja fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið er sagt verða með svipuðu sniði og árið 2020 þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar varð þess valdandi að landsfundur demókratar fór fram rafrænt, að sögn AP-fréttastofunnar.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira