Breiðablik-Víkingur: Rígurinn sem reisti deildina upp frá dauðum Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 13:01 Á Kópavegsvelli í kvöld eigast efstu lið Bestu deildarinnar við. Slagur Breiðabliks og Víkings undanfarin ár hefur boðið upp á skemmtun af bestu gerð. Vísir/ PAWEL Breiðablik og Víkingur mætast á Kópavogsvelli í kvöld. Liðin hafa undanfarin tímabil háð einhverja hatrömmustu baráttu sem sést hefur í íslenskum fótbolta. Baráttu sem skilur eftir sig ótal mörg eftirminnileg atvik og einskorðast alls ekki við þjálfarana. Breiðablik og Víkingur eru auðvitað nágrannar sitt hvoru megin við Fossvoginn og rígur erkifjendanna hefur átt sínar hæðir og lægðir gegnum árin. Félögin voru lengi vel miklir keppinautar, fóru margoft upp eða niður um deild á sama eða svipuðum tíma í gegnum 10. áratuginn og upphaf 21. aldarinnar. Löng saga sem verður ekki reifuð til mergjar í svo stuttu máli. Það má segja að þessi áratuga gamli rígur hafi loks komið aftur almennilega saman þegar þörfin var mest árið 2021 og kjarnaðist í gríðarlega dramatískri titilbaráttu sem reisti íslenskan fótbolta við eftir að hafa lagst til hvílu árið á undan vegna Covid. Valur hafði vermt toppsætið lengst af móti en Breiðablik vann fimm leiki í röð í gegnum 15.-20. umferð og sat fyrir ofan Víking með tveggja stiga forskot á toppnum þegar tveir leikir voru eftir. Í 21. umferðinni átti Víkingur erfiðan útileik við þriðja sætis liðið KR og Breiðablik heimsótti FH. Lokamínútur þeirra leikja eru mörgum mjög eftirminnilegar og það voru vítaspyrnur sem réðu örlögum. Breiðablik var marki undir en fékk tækifæri til að jafna á 76. mínútu, Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og skaut yfir. Víkingar komust 2-1 yfir gegn KR, sem fékk vítaspyrnu og tækifæri til að jafna á lokasekúndum leiksins, en Ingvar Jónsson varði vítið og svo gott sem tryggði Víkingum titilinn. Þeir komust þarna stigi yfir Breiðablik, kláruðu svo falllið Leiknis í næstu umferð og urðu Íslandsmeistarar. Stuðningsmenn líktu sigrinum sem alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki. Falleg stund þegar Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen lyftu titlinum í síðasta leik ferilsins. Breyttir tímar í þeirri Bestu Þegar Besta deildin var sett á laggirnar tímabilið 2022 efaðist enginn um hvaða tvö lið myndu keppa um titilinn. Það fór reyndar svo að Breiðablik rúllaði deildinni upp og var snemma komið langt á undan öllum öðrum. Segja má að yfirburðir þeirra þetta tímabilið hafi verið staðfestir strax í 6. umferð þegar Breiðablik mætti í Fossvoginn og gjörsigraði ríkjandi Íslandsmeistarana 3-0. Ísak Snær Þorvaldsson átti stórkostlegt tímabil þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari 2022 og skoraði fyrsta markið í 3-0 sigrinum. Hann hefur nú snúið aftur til Blika og verður með liðinu í kvöld.Kristall Máni Ingason fékk að líta rautt spjald í leiknum Titilfögnuður: Breiðablik valtaði yfir mótið og varð sófameistari tímabilið 2022 þegar Víkingur tryggði þeim endanlega titilinn með 2-0 tapi gegn Stjörnunni.Breiðablik fagnar Íslandsmeistara titli í Bestudeild karla 2022 eftir að Víkingur tapaði fyrir StjörnunniBreiðablik fagnar Íslandsmeistara titli í Bestudeild karla 2022 eftir að Víkingur tapaði fyrir Stjörnunni Litlir hundar sem gelta hátt Á næsta tímabili 2023 mættu Víkingar blóðheitir til leiks eftir niðurlægjandi titilvörn þar sem Breiðablik gjörsamlega valtaði yfir mótið. Ákefðin í liðinu jókst til muna frá árinu á undan og ljóst var að Víkingum dugði ekki bara Íslandsmeistaratitill, heldur ætluðu þeir sér að hefna fyrir algjöra yfirburði Breiðabliks tímabilið á undan. Liðin mættust undir ljósunum á Kópavogsvelli föstudagskvöldið 2. júní. Víkingur var 2-0 yfir lengi en Blikar jöfnuðu metin undir blálokin og gjörsamlega allt sauð upp úr. Átök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á Kópavogsvelli Orðsendingar manna á milli voru miklar eftir leik. Óskar Hrafn sagði Víkinga hafa hagað sér „eins og fávitar allan leikinn“ og Höskuldur Gunnlaugsson kallaði Víkinga litla hunda sem gelta hátt. Þá er auðvitað eftirminnileg ræðan sem Arnar Gunnlaugsson hélt eftir leik þar sem hann hellti sér yfir Ívar Orra dómara og sagði hann ömurlegan. pic.twitter.com/kfGvyk1TdI— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) April 8, 2024 Skeytasendingar milli stuðnings- og leikmanna liðanna héldu áfram allt sumarið og óhætt er að segja að fólk hafi beðið í ofvæningi eftir seinni leiknum. Þá var svo í pottinn búið að Breiðablik átti lítinn möguleika á titlinum sem var við það að renna í greipar Víkinga. Hins vegar var Breiðablik í frábærum séns að komast í Sambandsdeildina og óskaði eftir að leikurinn yrði færður til að minnka leikjaálag fyrir mikilvægt umspil. Víkingar höfnuðu þeirri beiðni. Það hrundi af stað alveg afskaplega furðulegri atburðarás. Breiðablik skilaði ekki inn leikskýrslu á réttum tíma og hótuðu því hreinlega að mæta ekki til leiks. Daniel Dejan Djuric sagði eftirminnilega að hann væri uppalinn Bliki og kannaðist við þessi trúðslæti. Stúkan fór svo að sjálfsögðu vel yfir málið og sýndi frá því þegar Blikar mættu loksins rétt áður en leikurinn fór af stað. Velkunnir byrjunarliðsmenn gengu þar út í borgaralegum klæðum og Blikar spiluðu með hálfgert varalið í leiknum, sem tapaðist 5-3. Blikar neyddust til að standa heiðursvörð um Íslandsmeistarana í úrslitaumferðinni. Efasemdir voru um hvort þeir myndu láta verða af því en slíkir sómapiltar fylgja að sjálfsögðu hefðum og venjum.Vísir / Hulda Margrét Leikur dagsins Liðin hafa mæst einu sinni áður á þessu tímabili, leiknum lauk með öruggum 4-1 heimasigri í Víkinni. Leikurinn í dag fer fram á Kópavogsvelli og er hluti af 14. umferð en var flýtt vegna þátttöku beggja liða í Evrópuundankeppni. Líkt og undanfarin ár má gera ráð fyrir smekkfullri stúku og sturlaðri stemningu. Víkingur situr í efsta sæti deildarinnar en Blikar eru að koma aftan að þeim, þremur stigum frá og geta með góðum sigri í kvöld tyllt sér í toppsætið. Þá hefur fyrrum Blikinn Daniel Dejan Djuric byrjað mótið stórkostlega og er sem stendur næst markahæstur í deildinni með fimm mörk. Hverju sem veldur má reikna með hörkuleik tveggja toppliða sem munu ekkert gefa eftir. Leikur Breiðabliks gegn Víkingi hefst klukkan 20:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bein útsending á Stöð 2 Sport fer í loftið 19:50. Klukkan 18.00 hefst aftur á móti leikur Vals og Stjörnunnar. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Breiðablik og Víkingur eru auðvitað nágrannar sitt hvoru megin við Fossvoginn og rígur erkifjendanna hefur átt sínar hæðir og lægðir gegnum árin. Félögin voru lengi vel miklir keppinautar, fóru margoft upp eða niður um deild á sama eða svipuðum tíma í gegnum 10. áratuginn og upphaf 21. aldarinnar. Löng saga sem verður ekki reifuð til mergjar í svo stuttu máli. Það má segja að þessi áratuga gamli rígur hafi loks komið aftur almennilega saman þegar þörfin var mest árið 2021 og kjarnaðist í gríðarlega dramatískri titilbaráttu sem reisti íslenskan fótbolta við eftir að hafa lagst til hvílu árið á undan vegna Covid. Valur hafði vermt toppsætið lengst af móti en Breiðablik vann fimm leiki í röð í gegnum 15.-20. umferð og sat fyrir ofan Víking með tveggja stiga forskot á toppnum þegar tveir leikir voru eftir. Í 21. umferðinni átti Víkingur erfiðan útileik við þriðja sætis liðið KR og Breiðablik heimsótti FH. Lokamínútur þeirra leikja eru mörgum mjög eftirminnilegar og það voru vítaspyrnur sem réðu örlögum. Breiðablik var marki undir en fékk tækifæri til að jafna á 76. mínútu, Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og skaut yfir. Víkingar komust 2-1 yfir gegn KR, sem fékk vítaspyrnu og tækifæri til að jafna á lokasekúndum leiksins, en Ingvar Jónsson varði vítið og svo gott sem tryggði Víkingum titilinn. Þeir komust þarna stigi yfir Breiðablik, kláruðu svo falllið Leiknis í næstu umferð og urðu Íslandsmeistarar. Stuðningsmenn líktu sigrinum sem alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki. Falleg stund þegar Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen lyftu titlinum í síðasta leik ferilsins. Breyttir tímar í þeirri Bestu Þegar Besta deildin var sett á laggirnar tímabilið 2022 efaðist enginn um hvaða tvö lið myndu keppa um titilinn. Það fór reyndar svo að Breiðablik rúllaði deildinni upp og var snemma komið langt á undan öllum öðrum. Segja má að yfirburðir þeirra þetta tímabilið hafi verið staðfestir strax í 6. umferð þegar Breiðablik mætti í Fossvoginn og gjörsigraði ríkjandi Íslandsmeistarana 3-0. Ísak Snær Þorvaldsson átti stórkostlegt tímabil þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari 2022 og skoraði fyrsta markið í 3-0 sigrinum. Hann hefur nú snúið aftur til Blika og verður með liðinu í kvöld.Kristall Máni Ingason fékk að líta rautt spjald í leiknum Titilfögnuður: Breiðablik valtaði yfir mótið og varð sófameistari tímabilið 2022 þegar Víkingur tryggði þeim endanlega titilinn með 2-0 tapi gegn Stjörnunni.Breiðablik fagnar Íslandsmeistara titli í Bestudeild karla 2022 eftir að Víkingur tapaði fyrir StjörnunniBreiðablik fagnar Íslandsmeistara titli í Bestudeild karla 2022 eftir að Víkingur tapaði fyrir Stjörnunni Litlir hundar sem gelta hátt Á næsta tímabili 2023 mættu Víkingar blóðheitir til leiks eftir niðurlægjandi titilvörn þar sem Breiðablik gjörsamlega valtaði yfir mótið. Ákefðin í liðinu jókst til muna frá árinu á undan og ljóst var að Víkingum dugði ekki bara Íslandsmeistaratitill, heldur ætluðu þeir sér að hefna fyrir algjöra yfirburði Breiðabliks tímabilið á undan. Liðin mættust undir ljósunum á Kópavogsvelli föstudagskvöldið 2. júní. Víkingur var 2-0 yfir lengi en Blikar jöfnuðu metin undir blálokin og gjörsamlega allt sauð upp úr. Átök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á KópavogsvelliÁtök eftir leik á Kópavogsvelli Orðsendingar manna á milli voru miklar eftir leik. Óskar Hrafn sagði Víkinga hafa hagað sér „eins og fávitar allan leikinn“ og Höskuldur Gunnlaugsson kallaði Víkinga litla hunda sem gelta hátt. Þá er auðvitað eftirminnileg ræðan sem Arnar Gunnlaugsson hélt eftir leik þar sem hann hellti sér yfir Ívar Orra dómara og sagði hann ömurlegan. pic.twitter.com/kfGvyk1TdI— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) April 8, 2024 Skeytasendingar milli stuðnings- og leikmanna liðanna héldu áfram allt sumarið og óhætt er að segja að fólk hafi beðið í ofvæningi eftir seinni leiknum. Þá var svo í pottinn búið að Breiðablik átti lítinn möguleika á titlinum sem var við það að renna í greipar Víkinga. Hins vegar var Breiðablik í frábærum séns að komast í Sambandsdeildina og óskaði eftir að leikurinn yrði færður til að minnka leikjaálag fyrir mikilvægt umspil. Víkingar höfnuðu þeirri beiðni. Það hrundi af stað alveg afskaplega furðulegri atburðarás. Breiðablik skilaði ekki inn leikskýrslu á réttum tíma og hótuðu því hreinlega að mæta ekki til leiks. Daniel Dejan Djuric sagði eftirminnilega að hann væri uppalinn Bliki og kannaðist við þessi trúðslæti. Stúkan fór svo að sjálfsögðu vel yfir málið og sýndi frá því þegar Blikar mættu loksins rétt áður en leikurinn fór af stað. Velkunnir byrjunarliðsmenn gengu þar út í borgaralegum klæðum og Blikar spiluðu með hálfgert varalið í leiknum, sem tapaðist 5-3. Blikar neyddust til að standa heiðursvörð um Íslandsmeistarana í úrslitaumferðinni. Efasemdir voru um hvort þeir myndu láta verða af því en slíkir sómapiltar fylgja að sjálfsögðu hefðum og venjum.Vísir / Hulda Margrét Leikur dagsins Liðin hafa mæst einu sinni áður á þessu tímabili, leiknum lauk með öruggum 4-1 heimasigri í Víkinni. Leikurinn í dag fer fram á Kópavogsvelli og er hluti af 14. umferð en var flýtt vegna þátttöku beggja liða í Evrópuundankeppni. Líkt og undanfarin ár má gera ráð fyrir smekkfullri stúku og sturlaðri stemningu. Víkingur situr í efsta sæti deildarinnar en Blikar eru að koma aftan að þeim, þremur stigum frá og geta með góðum sigri í kvöld tyllt sér í toppsætið. Þá hefur fyrrum Blikinn Daniel Dejan Djuric byrjað mótið stórkostlega og er sem stendur næst markahæstur í deildinni með fimm mörk. Hverju sem veldur má reikna með hörkuleik tveggja toppliða sem munu ekkert gefa eftir. Leikur Breiðabliks gegn Víkingi hefst klukkan 20:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bein útsending á Stöð 2 Sport fer í loftið 19:50. Klukkan 18.00 hefst aftur á móti leikur Vals og Stjörnunnar.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti